Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 119
11.4
GRIPLA
í hvalreka og viðreka í Spákonuarfi, enn sextánda hlut af hverju’.31
Hins vegar er þar getið kirkna á Másstöðum og í Hvammi án þess að
minnst sé á Spákonuarf.
í fyrri skránni er þess getið, eins og áður segir, hvers Karl ábóta hafi
minnt um skipti, þá er hvalur kom á Finnsstaða fjöru. Annars er í
hvorugri skránni nefnt hverskonar reka sé um að ræða. Skiptaregl-
urnar sýnast þó eingöngu miðaðar við hval, og svo virðist og skilið af
flestum Skagstrendingum og Skagamönnum á átjándu og nítjándu öld.
í munnmælasögu sem getið verður hér á eftir, er þó gjört ráð fyrir
hvorutveggja, hvalreka og viðreka.
Eitt höfuðeinkenni Spákonuarfs er að hér er um að ræða tilkall til-
tekins hóps eigenda til rekins hvals, hvar sem hann kemur á tilgreindar
fjörur. Fjörurnar eru alls sjö, fimm á Skagaströnd, og ein norður við
Skagatá og önnur í Refasveit, næst fyrir sunnan Skagaströnd. En skiptin
gjöra ráð fyrir mjög misjöfnum eignarhlutum, og sjálf skiptaaðferðin
er margbrotin.
Þrátt fyrir flóknar skiptareglur er vandalítið að reikna hlut hvers
miðað við hundrað (120) vætta, og er þá vættinni skipt í þriðjunga,
þegar svo ber undir. Fyrri menn skiptu vættinni reyndar öðruvísi og
skal það sýnt hér á eftir.
Fyrri skrá. Byrjað er á að skipta í fimm hluti og koma þá 24 vættir
í hlut. Af fyrsta hlut fá Hvammsmenn Ve, þ. e. fjórar vættir. Afgangur-
inn, tuttugu vættir, skiptist jafnt á milli Höskuldsstaða og Gunnsteins-
staða. Af þeim fjórum hlutum sem eftir eru er tekinn einn hlutur og
lagður við hina og síðan er summunni skipt í þrjá hluta, 32 vættir hver.
Af fyrsta hlut þessara þriggja rennur Vg til Þingeyra, þ. e. 5% vætt, og
afgangurinn, 26% vættar, til Höskuldsstaða. Af öðrum hluta fá Gunn-
steinsstaðamenn Vg, þ. e. 5% vættar, og afgangurinn, 26% vættar,
skiptist í fjóra staði: 6% til Gunnsteinsstaða, 6% til Höskuldsstaða,
6% til munka og Þórarins (sinn helminginn hvorir, þ. e. 3% vættar),
og 6% vættar skiptast jafnt milli Mýramanna. Þriðji hlutur skiptist í
fjóra staði: 8 vættir til Másstaða, 8 vættir til Svínavatns, 8 vættir til
Spákonufells, og 8 vættir skiptast jafnt milli munka og Þórarins.
Til gleggra yfirlits skal nú talið saman hvað kemur í hlut hvers
eiganda:
31 íslenzkt fombréfasafn IV 11.