Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 201
196
GRIPLA
að fimm rithöfundar þessa tímabils, Jónas Hallgrímsson, Jón Thorodd-
sen, Magnús Grímsson, Sigurður Guðmundsson málari og Matthías
Jochumsson, sem höfðu allir áhuga á þjóðsagnasöfnun, gripu mjög til
þjóðsagnaefnis. En endurfæðing bókmennta er, sem kunnugt er, ekki
einungis fólgin í breyttu efnisvali heldur einnig endumýjun stílsins. Þar
skorti fyrirmyndir, og hið mikla og fjölbreytta þjóðsagna- og ævintýra-
safn Jóns Árnasonar hlýtur að hafa bætt verulega úr á því sviði, vegna
þess að þar var bókfest mikið safn dæma um formfastasta þátt talmáls-
ins, sagna- og ævintýrastílinn. Þetta tókst, vegna þess að Jón Árnason
og Magnús Grímsson voru því andvígir, að munnmælasagnir væru
skráðar í fornsagnastíl eða klæddar í ritmálsbúning að öðru leyti, enda
þótti þeim það brjóta herfilega í bága við frásagnarhátt sagnamanna.
En hvað hefur þá getað orðið til þess, að oddvitar þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar urðu sammála um það að grípa allt að því feginshendi
aðstoð Þjóðverja við að koma safni Jóns Árnasonar á prent og styðja
söfnun hans með ráðum og dáð? Var það einungis til að sýna og sanna
útlendum vinum þjóðarinnar samhug hennar, eða lá þar eitthvað enn
annað á bakvið? Ég skil varla í því, að áhugi nokkurra skálda og rit-
höfunda hafi getað ráðið úrslitum í þessu máli, og voru þó sumir þeirra
áróðursmenn í betra lagi. Ef til vill hefur ein ástæðan verið sú, að
þjóðfrelsishreyfingunni hafði vaxið fiskur um hrygg frá því rúmum
áratugi fyrr, þegar þeir Jón og Magnús voru að safna til íslenzkra
æfintýra. Þess vegna hafi þjóðfrelsismönnum gefist meira tóm en áður
til að sinna mikilsverðum þáttum íslenskrar menningar, sem áður höfðu
verið vanræktir. Breytt stjórnmálaástand hefur einnig getað átt þátt í
þessum áhuga. Með því að slíta þjóðfundinum 1851 með valdboði
höfðu Danir sýnt, hver völdin hafði. Þetta varð mörgum mikið áfall,
en þó létu foringjar þjóðfrelsishreyfingarinnar ekki meir hugfallast en
svo, að þeir sneru sér að verslunarmálunum frekar en gefast alveg upp.
Það tókst að fá fram verslunarfrelsi árið 1854, en eftir það vannst
ekkert á í neinu máli um hríð. Að sönnu var þjóðfrelsishreyfingin farin
að sækja aftur í sig veðrið árið 1858, en ekki er unnt að neita því, að
baráttan hafi gengið miður, svo ekki sé tekið sterkara til orða. Þessar
ástæður hafa svo getað leitt til þess, að það hafi verið samantekin ráð
oddvita þjóðfrelsisflokksins að beina kröftum eins margra liðsmanna
hans og kostur var að jákvæðu samþjóðlegu starfi til að styrkja innviði
íslenskrar menningar. Þeir hafi séð þann grænstan að skipuleggja mynd-
arlegt átak í menningarmálum til að freista þess að leiða hugi manna