Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 134
UM SPÁKONUARF
129
máldaga kirkjunnar, ber auðvitað að skilja svo að skrárnar hafi verið
samhljóða máldögum um þetta. Hins vegar má bæta við að eftirrit eftir
máldaga Spákonufellskirkju frá 1724 endar svo: ‘í helminga skal skipta
Spákonuarfi, eiga þá annan hluta Höskuldsstaðamenn og Spákonufells-
menn.’ Er þetta nær orðrétt eins og í síðari skrá um skipti Spákonuarfs.
Þetta eftirrit hefur hlotið staðfestingu Steins biskups Jónssonar og Þor-
steins dómkirkjuprests Jónssonar á þessa leið: »Rétt eftir Hóladóm-
kirkjumáldögum framanskrifað að vera vitna að Hólum í Hjaltadal
þann 17da desembris anno 1724. Steinn Jónsson. Þorsteinn Jónsson.«49
Ljóst er og af hvalskiptum árið 1857, sem nánar greinir frá hér á
eftir, að ekki hefur verið tekið mark á ummælum í máldögum Hösk-
uldsstaðakirkju um eignarhluta hennar í Spákonuarfi, því að þá hefur
verið skipt nákvæmlega í samræmi við síðari skrá Þingeyraklausturs
(sjá hér á eftir bls. 131).
Gísli Konráðsson segir í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna frá
hvalreka á Hofslandi vorið 1829: »Varð það þá fyrir Hallvarðsmessu,
að hval rak fertugan á Hofslandi á Skagaströnd, og var kallað, að sex
kirkjur ættu, Spákonufellskirkja hálfan, en annan helming þessar allar:
Þingeyrakirkja, Másstaða- í Vatnsdal, Svínavatns-, Höskuldsstaða- og
Holtastaðakirkjur, en Hofskirkja hálfvætt. Var sá reki kallaður Þór-
dísararfur og mælt, að Þórdís spákona hafi gefið, er bjó á Spákonufelli,
og það er við kennt, og hugði að seiða að Kormáki Ögmundarsyni, að
hann biti eigi jám, sem segir í sögu hans. Kom þá til hvalsins Björn
Ólsen á Þingeyrum og stóð fyrir honum og Jón prestur Pétursson á
Höskuldsstöðum. «50
Hætt er við að Gísla misminni um skiptareglurnar, þó að hann fari
rétt með nöfn eigenda samkvæmt síðari skránni, þegar Hvammskirkja
er frá skilin, en hennar hlutur er þá sem fyrr segir löngu kominn undir
Þingeyrakirkju (upphaflega klaustur). Víst er að skiptareglur sam-
kvæmt síðari skránni em taldar í fullu gildi 28 árum síðar, eins og
nánar kemur að hér á eftir.
Gísla segist svo frá að Hofsprestur hafi viljað hafa meira en hálfvætt
hvalsins fyrir Hofskirkju, ‘en þeir Bjöm kváðu eigi lög til þess’, en þó
fór svo að þeir Spákonuarfar sömdu um bætur til handa presti fyrir
49 Eftirrit í Ny kgl. saml. 2010 fol. Ábending Jóns Samsonarsonar.
50 Gísli Konráðsson, Saga Skagstrendinga og Skagamanna. Reykjavík 1941.
Bls. 105-106.
GriplalV 9