Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 158
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDAINSAKUR
153
VI. LEIÐSLUR
Lærdómsmenn munu fljótlega sjá, að ævintýrið, sem prentað er hér
að framan heyrir til þeirri grein bókmenntanna, sem kallast leiðslur.
Ekki er hér ætlunin að reyna að gera fullkomið yfirlit um leiðslur á
norrænu máli að fornu, — það væri meira en nóg efni í heila bók —
heldur ræða örlítið fáein atriði. Útgáfa þessa ævintýris ætti einnig að
festa í sessi fyrrum óljósa hugmynd um tilvist þessarar leiðslu á norrænu
máli.1
Leiðslur voru allútbreiddar á kaþólskum tíma, og er Draumkvæðið
norska einna þekktast á Norðurlöndum. Vaxandi áhugi er nú á kristi-
legum bókmenntum og leiðslum þar af leiðandi líka. Nýlega kom
Draumkvæðið í vandaðri útgáfu.2 Gömul leiðsla hefur verið gefin út
nýlega og útgáfa á annarri í undirbúningi.3
Rétt er að geta skilnings 17. aldar mannsins, Jóns Guðmundssonar
lærða, á leiðslum. Hann telur í Edduriti sínu til þeirra m. a. Kötludraum
og Skíðarímu.4 Um Kötludraum, sem Jón segir alkunnugt kvæði, er það
að segja, að þar er kona, Katla, leidd til álfa og verður þar þunguð.
Hún snýr aftur til mannheima og eignast son, sem fær nafnið Már að
ráði Kárs föður síns og verður afbragð annarra manna.5 — Skíðaríma
segir aftur á móti frá förumanni, Skíða, sem gistir í Hítardal. Þar
dreymir hann, að Ásaþór bjóði sér til Valhallar. Þar fagnar Óðinn
honum, gefur honum gjafir og vill gifta hann, en þá gerir hann kross-
mark, sem goðin standast auðvitað ekki. Hefst þá mikill bardagi, sem
1 Dag Strömbáck. Visionsdiktning. (Kulturhistorisk leksikon for nordisk mid-
delalder. XX. 1976. 174.) Sjá og s. 145 hér að framan.
2 Michael Barnes. Draumkvœde. An edition and study. Oslo 1974.
3 En norr0n versjon av Visio Pauli. Av Mattias Tveitane. Bergen 1965. (Árb.
univ. Bergen. 1964. Hum. serie. No 3.) Frá Árnastofnun er væntanleg ný útgáfa
af Duggalsleiðslu, sem áður var prentuð: Heilagra manna sögur. I. Chria 1877.
329-358.
4 Samantektir um skilning á Eddu. Papp. fol. nr 38. bl. 96v-97r. Póstur þessi
er prentaður ónákvæmt: Theo Homan. Skíðaríma. Amsterdam 1975. 93. Jón
Þorkelsson. Om digtningen pá Island i det 15. og 16. árhundrede. Kbh. 1888. 211.
Jón notar handritið Ny kgl. sml. 1885 b, 4to.
5 Prentanir Kötludraums eru: Olafur Davíðsson. íslenzkar gátur, skemtanir,
vikivakar og þulur. JV. Kbh. 1898-1903. 4-29. Kvæðabók séra Gissurar Sveins-
sonar. AM 147, 8vo. Ljósprentaður texti. 50v-56v. Inngangur eftir Jón Helgason.
31-32. (ísienzk rit síðari alda. 2. flokkur. 2. bindi. Kbh. 1960.)