Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 240
UM GRÆNLANDSRIT
235
land. Má geta nærri að sá atburður hefur vakið athygli. Þorlákur
Skúlason kom að utan og tók við skólameistarastarfi á Hólum 1619;
1623 bað Worm hann í bréfi um Gronlandiu Arngríms lærða, en Þor-
lákur ber það fyrir sig að hún fáist ekki af höfundi til eftirritunar.
Mætti þykja í framhaldi af þessu rétt að spyrja hverjar líkur séu til
þess að orð hafi farið á milli lærdómsmanna á Hólum um þetta leyti
og Jóns lærða Guðmundssonar vestur á Snæfellsnesi. Væri þá helst að
geta þess að Guðmundur, sonur Jóns lærða og síðar prestur, var á
þessum árum í skóla á Hólum, og er jafnvel talið að hann muni vera
útskrifaður frá Hólum 1623,53 þótt ekki verði því treyst. Verður sjálf-
sagt seint vitað hver boð Guðmundur kann að hafa borið á milli föður
síns og Hólamanna.
Eg hef dvalist hér við tíma og umhverfi Grænlands annála, sem þau
eru sprottin úr og mér hefði þótt mega gera fyllri skil í bók Ólafs. Þar
eiga annálin rætur í sinni eigin samtíð, og það jafnt fyrir því þótt mikill
hluti efnisins sé sóttur í eldri rit. Þetta taldi ég mig geta gert því fremur
sem mér hefur virst rækileg rannsókn Ólafs á handlritum annálanna og
heimildum í alla staði trúverðug og engra andmæla þörf. Vík ég nú að
þessu efni og þá fyrst að prentuðum texta annálanna.
Grænlands annálin eru prentuð í bók Ólafs á bls. 1-73. Saman-
burður aðaltextans við þau handrit sem Ólafur prentar eftir leiðir það
eitt í ljós, að handritin eru mjög vel lesin og allt nákvæmlega upp tekið.
Nauðsynlegt var textans vegna að halda merkjum skrifara, gæsalöpp-
um, inndrætti og svigum, og gerir Ólafur það af stakri nákvæmni.
Textanum eins og hann er prentaður í bók Ólafs má treysta.
Misfellur sem fyrir urðu við samanburðinn eru af öðrum toga og
skipta ekki máli fyrir traustleika textans. Mest er það smáósamkvæmni,
stundum af því að ritháttur handrits slæðist inn í textann, sem annars
er færður til nútímahorfs að því er snertir stafsetningu. Sem dæmi um
misræmi skal nefnt að reglan er að prenta Þór- í nöfnum eins og Þór-
finnur, Þórmóður, Þórsteinn, en einkum í kaflafyrirsögnum og einnig
á spássíu og í meginmáli bregður fyrir Þorsteinn (17.19), Þorfinnur
(17.1), Þorfinns (bls. 3, 9, 21, 34), Þormóðar (bls. 50). Einninn er
jafnan skrifað með fjórum n-um, en fyrir koma þrjú (Einnin 7.25) og
líka eirnin (43.17) með rn inni í orði og einu n-i í lokin. Venjulega er
leyst upp í textanum kóngur, kóngi, en fyrir kemur konungur (48.14)
53 Páll Eggert Ólason, íslenzkar ceviskrár II, 1949, bls. 159.