Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 320
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR
315
Hinir dönsku atburðir hafa verið færðir inn samtímis eða skömmu eftir
að þeir gerðust. Fyrsta rithönd annálsins hefur gert umgerðina og fært
atburði fram til 1150, og er sá hluti annálsins auðugastur að efni.
(2) Á þessum tíma heyrði íslenska kirkjan undir erkistólinn í Lundi
(til 1152/53, er erkistóll var stofnaður í Niðarósi). Menningarsamband
var, sem vænta mátti, mjög mikið við Lund og Danmörku.48
(3) Á íslandi var einmitt um þessar mundir mikill áhugi á tímatali,
svo sem glögglega kemur fram í íslendingabók Ara fróða. Mætti því
ætla að íslendingar hefðu ekki látið sinn hlut eftir liggja á þessu nýja
bókmenntasviði.
Á móti þessu má svo færa aðrar röksemdir sem benda til þess að
raunveruleg eða skipuleg annálaritun hafi ekki byrjast mjög snemma
hérlendis — með öðrum orðum ekki fyrr en á ofanverðri tólftu öld eða
öndverðri hinni þrettándu — jafnvel ekki fyrr en á síðara hluta þrett-
ándu aldar (Storm, Finnur Jónsson):
(1) í sögulegum ritum frá 12. eða 13. öld er aldrei getið um annála.
Að vísu má finna sögurit sem greina atburði ár eftir ár (Sverrissaga,
sögur í Sturlungu o. fl.); en ártöl eru sjaldan greind, og þá er vitnað í
íslendingabók Ara eða önnur rit en annála. (Röksemd Storms.)
(2) Allur þorri íslenskra ártala í annálunum er — eða getur verið
— kominn frá kunnum sögulegum ritum. Fyrst er íslendingabók, en
síðan Hungurvaka og fleiri biskupasögur, íslendingasaga Sturlu Þórðar-
sonar og fleiri sögur í Sturlungu, Sverrissaga, Heimskringla, Hákonar-
saga og Magnússaga lagabætis o. fl. Um þetta gildir hið fornkveðna:
‘mundi eigi út leitað viðfanga ef gnógt væri inni.’ Milli ártala sem virðast
reiknuð út samkvæmt sögum verður þröngt um frumleg annálaártöl.47
46 Sjá um það efni m. a. Peter Foote, Aachen-Lund-Hólar, Les relations
littéraires franco-scandinaves au Moyen Age (Paris 1975), bls. 53-73.
47 Þegar fram líða stundir verða víxláhrif, þannig að annálagreinar eru teknar
upp í samtíðarsögur (Arnasögu, Lárentíussögu o. fl.). Elsta saga sem notað hefur
annál mun vera Prestssaga Guðmundar biskups, sem líklega er samin skömmu
eftir lát biskups eða laust fyrir miðja 13. öld. Raunar telur Olafía Einarsdóttir
(Studier) að sagan muni veitandi annálum, og miðar þá við það að ‘annálagrein-
arnar’ eru fyllri eða efnismeiri í sögunni. En þarna er þó aðeins bitamunur á
skoðunum Ólafíu og annarra, því að hún segir eftir samanburð sögu og annála
(bls. 318): ‘Det fremgár af den redegþrelse vedrprende det annalistiske materiale
i Præstesagaen om Guðmund Arason, som er givet i nærværende kapitel, at
Præstesagaens forfatter ligefrem har konstrueret en annal og indflettet den i sin
beretning om Guðmunds opvækst og præstegerning.’ Samkvæmt þeirri skoðun sem
hér er fram haldið um uppruna annála (sbr. Beckman) virðist ekkert því til fyrir-