Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 231
226
GRIPLA
Grænlandsför, og ritaði hann þá Kristjáni konungi bréf frá Bessastöð-
um 7. sept. og bauð fram þjónustu sína til Grænlandssiglinga.32 Síðar
vitnar Jón lærði Guðmundsson til hans í riti sínu TJm íslands aðskiljan-
legar náttúrur og kallar hann furðu kumpánlega ‘mastur Juris tréfót
hollenska’.33 Skipin komust heilu og höldnu til Grænlands, en ávinn-
ingur af ferðinni varð ekki eins mikill og vænst var; og varð eftir þetta
hlé á siglingum til Grænlands um hríð.
íslendingar voru áhorfendur að þeim úthafssiglingum, sem nú hefur
verið lýst. Sjálfir áttu þeir ekki hlut að. Til þess skorti bolmagn, en
einnig vilja og frumkvæði stjórnvalda. Jafnvel hvalveiðamar komu
íslendingum sjálfum aðeins að takmörkuðu gagni, ekki einu sinni að
aðstaða væri í landi fyrir skip erlendra hvalfangara. Þrátt fyrir þetta
verður að ætla að hugmyndir um þátttöku í siglingum, veiðum og
jafnvel verslun á norðurslóðum hafi komið upp öðru hverju. Að því
stuðlaði bæði lega landsins, sjósókn á grunnmið og siglingasaga þjóðar-
innar. Þekkt eru ummæli Björns á Skarðsá, að íslendingar séu inni-
byrgðir sem fé í sjóarhólmum; og ekki svo mikill skipagangur frá
landinu, að menn geti kannað eyjar þær til matfanga, sem kringum
landið liggi, þess síður komist til annarra þjóðlanda, sér næringar að
leita.34
Eitthvað líkt þessu hefur líklega vakað fyrir Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni, þegar hann réði til menn að leita Kolbeinseyjar.35
Um raunvemleg áform til úthafssiglinga íslenskra manna var varla
að ræða á 17. öld, eins og komið var högum þjóðarinnar. Samt þykir
mér rétt að staldra við ummæli, sem höfð em eftir Þorláki Skúlasyni,
dóttursyni Guðbrands biskups og eftirmanni hans á Hólum. Þessi um-
mæli koma fram í bréfi frá Ole Worm til hollenska landfræðingsins
Johannes de Laet 1643, og virðast þau benda til þess, ef rétt er með
farið, að biskup hafi um eitt skeið leitt hugann að siglingum íslenskra
manna til Grænlands. Höfuðhandrit Grænlands annála, sem varðveist
hafa, eru skrifuð á Hólum eða þar í nágrenni, sum af skrifurum sem
vitað er að skrifuðu upp handrit fyrir Þorlák. Þykir mér því vert að
veita því öllu athygli, sem bent gæti til áhuga á Grænlandsmálum hjá
32 Louis Bobé, Opdagelsesrejser til Grpnland 1473-1806. Indledning nr. 1 til
Diplomatarium Groenlandicum 1492-1814. MoG 55.1, 1936, bls. 39.
33 Islandica XV, 1924, bls. 3.
34 Annálar 1400-1800 I, bls. 48.
35 Blanda I, 1918-20, bls. 151.