Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 142
ÖGN OG HÁLS í HÓMILÍU
137
fullgóð þýðing þess á norrænu.7 En nú stendur háls í hómilíutexta þeim
sem hér er leitast við að skýra, og hæpið er að gera ráð fyrir því að
háls sé hér misritun á orðinu ‘vagl’;8 ef textaspjöll væru svo mikil, gæti
háls nærri því verið misritun á hverju sem er.
Meðal afleiddra merkinga orðsins ‘trabs’ er “hátt og beint tré”, og
sé hugað að norrænum orðum sem merkja “tré” og líkjast orðinu háls,
verður ‘hasl’ fyrst fyrir. í hómilíutextanum þyrfti háls ekki einu sinni
að vera misritun fyrir hasl, heldur kynni ritmyndin háls að vera í sam-
ræmi við framburð skrifara, því að í hómilíubókinni eru fimm dæmi
um ritháttinn píls (pils) fyrir ‘písl’,9 og til hins sama bendir á í háls, ef
sama orð er og ‘hasl’; þá væri á vitnisburður um lengingu á undan
hljóðasambandinu ‘ls’, sem hefði komið upp við víxlun hljóðanna ‘sl’,
en ekki misritun umfram víxlun stafanna sl og Is.
Ef háls stendur hér fyrir ‘hasl’ verður textinn skiljanlegur, einkum
ef gert er ráð fyrir að samlíkingin um snögga og stöðvaða reiði sem er
eins og ögn auganu en verður eins og hasl, ef menn ala hana með sér,
skírskoti til samlíkingarinnar í Matth. 7.3-5 og Lúk. 6.41-42.
Að lokum má benda á að Snorri Sturluson lætur Harald hárfagra
fylgja þeim hollráðum sem gefin eru í umræddum prédikunarpósti:
en þó mintisk hann þess, sem hans háttr var, at hvert sinn er skjót
œði eða reiði hljóp á hann, at hann stillti sik fyrst ok lét svá renna
af sér reiðina ok leit á sakar óreiðr.10
7 Ekki virðist ótrúlegt að notkun orðsins ‘vagl’ um augnsjúkdóm, sbr. ‘vagl-
eygr’. þegar á miðöldum sé sprottin af notkun orðsins í yfirfærðri merkingu í
umræddum biblíuversum. Sé svo, er sú notkun eldri en frá Oddi Gottskálkssyni.
8 Ef svo ólíklega vildi til að háls væri misritun fyrir ‘vagl’, yrði að gera ráð
fyrir breytingum í a. m. k. tveimur áföngum: 1) vagl hefði verið mislesið hasl
vegna þess að v hefði verið óskýrt vinstra megin og g líkst hásteflings-j-i; 2) hasl
með háu .v-i, líku I-i, hefði verið mislesið hals og ritað háls.
9 Ludvig Larsson, Ordförrádet i de alsta isldnska handskrifterna (Lundi 1891),
256. — I hómilíubókinni kemur orðmyndin ‘písl’/‘píls’ fyrir 31 sinni, og fjegur
dæmi um píls eru í þeim hluta bókarinnar sem að öllum líkindum er með sömu
hendi og sú hómilía sem hér er til umræðu — hvað sem handafjölda hómilíubókar
líður.
10 Heimskringla, útg. Finnur Jónsson, I (Kh. 1893-1900), 157.