Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 249
244
GRIPLA
sögur saman, en ekki hverja einstaka án samanburðar við aðrar. At-
hyglisvert minni kemur fram í Ögmundarsögninni. Nafngreindur maður
lendir í sjóhrakningum og telur sig sjá land, stundum ókunnugt, stund-
um land sem hann þykist þekkja. Þetta er kjami margra munnmæla-
sagna, og er sérstætt við Ögmundarsögnina að sýna má fram á raun-
verulegan atburð að baki. Allajafna verður hvorki sagt um það af eða
á. Landsýnarminnið er ekki mjög sögulegt eitt sér. í Ögmundarsögn-
inni, eins og hún er sögð í Grænlands annálum og í Skarðsárannál, er
því bætt við að þeir félagar hafi séð fólk við stekki og lambfé. Af
hliðstæðum í Grænlands annálum má nefna söguna um danska skip-
herrann á Rifi, sem sagðist hafa séð eyjar álengdar (62.19-21), söguna
um jöklasýn séra Einars Snorrasonar á Stað á Ölduhrygg (52.27-53.6),
sem á sér eldri rætur, söguna um séra Ólaf Halldórsson, sem sá Gunn-
bjarnareyjar (61.9-15) og söguna um Hannes Elas kaupmann á ísafirði
sem sigldi með eylandi einu og sá stóra skreiðarhjalla furðanlega með
sjóarsíðunni og fólk í hópum, en hætti sér ekki á land (60.5-9). Næsta
stigið er landganga, og tengist henni lýsing landsgæða og stundum
byggðar. Látra-Klemens sá menn hlaða tvo báta við Gunnbjamareyjar,
annan með geirfugl, hinn með fisk (59.19-60.1). Englendingar tóku
fljótandi fugladún í útfallsstraumnum við Krosseyjar og fluttu fram
fullum sekkjum (62.2-6). Jón Grænlending dreif til Grænlands með
þýskum kaupmönnum frá Hamborg og komu í landkostafjörð á Græn-
landi og sáu að landið var byggt og margt af eyjunum. Því næst er lýst
landgöngunni. (50.22-51.14). Það fylgir með sögunni að þetta hafi
Jón Grænlendingur vottað í manna minnum, og er það líklega í og
með þess vegna að landgöngu hans á Grænlandi hefur verið betur trúað
en mörgu öðm í þessum sögum; hef ég þó ekki orðið var við að menn
tryðu lýsingu hans á firðinum eða því að landið væri byggt og margt
af eyjunum. Má í þessu sambandi minna á sögu sem Jón lærði hefur á
öðrum stað eftir Joris Carolus, samtíðarmanni sínum, og sagðist hann
hafa komið á land í Gunnbjamareyjum og séð tvær kirkjur.59
Annálahöfundur segir þau deili á Jóni Grænlendingi, að hann hafi
lengi verið með þýskum kaupmönnum af Hamborg, og hafi hann af
því verið kallaður Grænlendingur að hann dreif þrem sinnum til Græn-
lands með siglingamönnum og sagði frá mörgu þaðan. í þýsku heim-
ildarriti, Hamburgische Chroniken, er þess getið að íslandsfar Ham-
59 Islandica XV, 1924, bls. 3.