Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 2

Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 2
130 MARÍA GUÐSMÓÐIR EIMREIÐIN skýjum himins, og stjörnurnar eru tómir englar, sem vegsama hana og syngja henni lof. Hér er hlýlegt og vistlegt. Hér er heimili, sem kona hefur sett svip sinn á. Ljósið skín mjúkt og milt gegnum rauðleita og fjólubláa glugga, þar sem hver rúða er listaverk. Sjálfur steinninn er útskorinn, svo að hann líkist kniplingum og víravirki. Veggirnir eru prýddir gömlum málverkum og þakk- artöflum. Rauð ljós loga í vígðum lömpum, og heill skógur af hvítum kertum brennur. Reykelsi ilmar og blóm anga. Hér er heimili, sem stendur öllum opið. Enda koma margir gestir. Hér krjúpa svipmiklir og alvarlegir karlmenn, sem aldrei myndi beygja kné sín fyrir neinu jarðnesku valdi- Hingað skjótast þreytulegar borgarakonur inn með körfur sínar, á leið heim af torginu. Hingað er leitað úrlausnar a flóknustu vandamálum samviskunnar og einföldustu spurn- ingum hinnar líðandi stundar. Hér er beðið um alt, stórt og smátt, frá eilífri sáluhjálp til veraldlegra smámuna. Marmara- töflurnar, sem hengdar eru hér upp í þakkarskyni, eins og tabulæ votivæ í hof Rómverja, bera þess vitni. Til Maríu er leitað í sorgum og sálarkvöl, hættum og veikindum, og mörg móðirin festir upp töflu til þakklætis fyrir, að hin heilaga mær hefur hjálpað syni hennar til þess að ná stúdentsprófi. Ekkert er of háleitt til þess að bera það fram í bæn tii drotningar drotninganna. En það sem er of smátt og hvers- dagslegt til þess að biðja guð um það, geta menn beðið Maríu um. Það er auðveldara að biðja góða móður en góðan föður. María er eins og lituð rúða, sem mildar ljós hinnar máttugu sólar guðdómsins, svo að menn þola að lyfta veikum augum til himins. II. Ég fer að hugsa um, að hvar sem ég hef komið í kaþólska kirkju, hef ég séð þetta sama. Þessi kapella er ekki nema ein af tugum þúsunda, þar sem María á þessu andartaki er tignuð eins og hér. Hvarvetna í kaþólskum sið er hún í raun og veru aðalguðinn: henni eru dýrðlegustu kirkjurnar helgaðar, af henni eru flestar líkneskjur, fyrir fótskör hennar brenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.