Eimreiðin - 01.04.1924, Page 5
'■mreibin MARÍA GUÐSMÓÐIR 133
1;3naður er. En á hinu er enginn vafi, að sá sem tignar af
nreinu hjarta, opnar huga sinn fyrir undrun og aðdáun, hlýtur
a^ vaxa við það sjálfur. Auðvitað er æskilegast að horfa sem
hæst í dýrkun sinni. En fáum er gefið að dýrka guð alls-
heriar sem anda, svo að bæði svali hug og hjarta. Og þá er
heíra að leita guðs í því, sem lægra er og nálægara, og finna
hann þar. Það er betra að lúta stokkum og steinum en lúta
ehl<i neinu. Af öllum átrúnaði er sá verstur að vita ekkert
nieira en sjálfan sig.
Hvað þekkjum vér dásamlegra en sakleysi meyjarinnar og
ast móðurinnar? Þetta tvent: mær og móðir, er guðdómlegt,
en af því er móðirin meiri. Mærin getur látið glepjast, en
móðurina leiðir enginn af braut sinni. María guðsmóðir, sem
hremur höggorminn undir fótum sér, — það er Eva, sem um
kúsundir ára hefur fætt börn sín með harmkvælum, alið þau
blóði sínu, og hefur margbætt svo fyrir yfirsjón sína, að
mín er tekin í guða tölu.
Nú gleymi ég, hvað þú hefur verið, María, og spyr: hvað
ertu orðin? Hvað hefur orðið af öllum þakkargjörðunum, sem
sti3ið hafa upp til þín? Hafa ekki þær og bænir kynslóðanna
Setið þér óendanlegan mátt? Ef jarðnesk móðir, sem veit
harn sitt í hættu eða hjálparþurfa, getur fengið meira en
niannlega krafta, hversu máttug hlýtur þú þá ekki að vera
0rðin til þess að geta hjálpað öllum börnunum, sem til
t?ín leita.
Engin dýrkun getur verið réttmætari en sú, sem þér hlotn-
ast- Þú áttir skilið að stjörnumöttull himinsins væri lagður um
nerðar þér — hinn kaldi stjörnuhimin þarfnaðist návistar
Hnnar til þess að salir guðanna gæti orðið að athvarfi dauð-
•e9ra manna. Það var ekki ofgert að varpa dýrð himinsins
•’t'r móðurina — að varpa dýrð móðurinnar upp á meðal
stiarnanna.
Sigurður Nordal.