Eimreiðin - 01.04.1924, Qupperneq 12
140
EINAR BENEDIKTSSON
eimreiðin
Hugann grunar, hjartað finnur lögin.
Heilinn greinir skemra en nemur taugin.
Heimsins vél er hnúð af eínu afli,
einum segulvilja er kerfin bindur.
Sama vald er veldur sólnatafli
veitir sér í gegnum mannsins æðar.
Milli lægsta djúps og hæstu hæðar
heimssál ein af þáttum strengi vindur.
Söguborg, með kaldra múra minning
merkt af hruni og reisn, af tjóni og vinning,
goð þín, rústir, hof og styttur hverfa,
hjaðna eins og bólstrar skýaeimsins.
Þú varðst til svo eilífð mætti erfa
anda þann, er beindi þínu stáli,
stýrði þínu afli í mynd og máli,
meitlaði þinn svip í ásýnd heimsins.
Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast,
listarneistinn í þeim skal ei deyðast.
Perlan ódauðlega í hugans hafi
hefjast skal af rústum þjóða og landa.
Komi hel og kasti mold og grafi,
kvistjst lífsins tré á dauðans arin,
sökkvi jarðar knör í myrkva marinn —
myndasmíðar andans skulu standa.
Ég hef rakið þetta kvæði næstum í heild vegna þess, hve
Ijóslega það sýnir stíl og snið ljóða Einars Benediktssonar.
Dýptin — hæðin, hið hafna rúm: djúpúðin, frumkend nor-
rænnar (germanskrar) listmentar, ræður Jrér bæði formi °9
viðhorfi. Hér er vant að segja hvort stórfenglegra sé: djúp
og þrek hugsunarinnar eða formgáfa og orðspeki. Hér er
saga Rómaveldis líklega betur sögð í sex vísum heldur en i
nokkrum sex bindum, sem um það hafa verið rituð, og
pantheiskt — lífshorf hvergi sett fram á íslenska tungu ne
nokkra tungu aðra jafn-gagnort eða í listbornara formi. Þetta
kvæði er líkt sýn, er víkur undan augum eftir hvolfgöngum,
er hækka og breikka því fjær sem dregur, dýpkar og skýrist,
ummyndast í hreinna, hreinna ljósi. Lítil athugun opnar útsýn,
sem ekki á nein takmörk.
Djúpúðin er líka heildareinkunn þroskasögu skáldsins, sem