Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 14
142
EINAR BENEDIKTSSON
• eimreidin
— Afl þeirra hluta er gera skal á að lyfta landi og þjóð til
jafnrar aðstöðu við aðrar menningarþjóðir í baráttu lífsins —:
IðnaÖur, verslun, fram!
Fram! Temdu fossins gamm,
framfaraöld!
Þjóðin þarf að auðgast. Vilji og atorka eiga ekki að berjast
lengur ómáttugri baráttu, borin skjöldum —:
Auðsins jötunafl var dregið
aldatug úr kynsins hönd.
Létt því handtök hafa vegið — — —.
Silfrið hefur lengi Iegið.
Lifna skal um dal og strönd.
Vanræksla og niðurníðsla liðinna tíma skilar öld framfaranna
hinum falda og glataða arfi landkostanna.
— En auðurinn er ekki takmark, að eins tæki: lyftistöng
nýrrar þjóðmenningar á hinum forna stofni. Frægðarljómi lið'
innar gullaldar er skín »sem blys á niðjans vegi« sýnir Ijós-
lega horf hins nýja tíma, nýju gullaldar —:
Lát fyllast hljóm hinna fornu strengja.
Lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja
við kjarnann er stóðst, svo að kyn vort ei hvarf
sem korn eitt í hafi sandsins —--.
— Hann sér hlutverk þjóðarinnar í hennar einkennilegu og
miklu fornsögu og menningarhorfi. Svo kveður hann í kon-
ungsdrápu sinni —:
Af Iiðinna þjóðæfa lifandi auði
lyftum vér orði ef máli skiftir — —
bót skal ei deyða hvað dofnar á meiði,
dýrri skal fornsniðinn háttur hins nýrra.
Elskað hjá þjóð og munað hjá móður
mál vort á stofn er ber tímanna gróður.
Sjá hóp vorrar foldar, sjá hag vorn og sögu.
Lát heimsfélag þegið, en varðveitt vort eigið
— svo láti vor menning sinn lífsrétt sannast. — —
— Og hann sér köllun þjóðarinnar í fastheldni hennar við
hinn forna arf í því stríði dauðans, er hún háði öldum saman
við áþján og okurvöld, en sem nú er loks hamingjusamlega
leitt til lykta —: