Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 20

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 20
148 EINAR BENEDIKTSSON EIMREIÐH'' í hörpunni spil af vatna niðum. Og hljómarnir kasla sér fastar, fastar í faðma saman sem bylgiur rastar, er sveifiast í sogandi iðum. — Svo kyrrir og hægir í sömu svipan, og sjóina lægir við tónsprotans skipan. Loftsvanir flýja með líðandi kvaki frá lagargný — með storminn að baki. En strengur er hrærður og bumbur bærðar sem bára kveði sig sjálf til værðar og andvarinn andvörp taki. — — Hér er hljómunum gefin mynd, líking, sem jafnframt lastur mann heyra og sjá. Hvað mundi geta gefið nokkurn skilninð á tign og mætti slt'ks hljómleiks, þeim, sem aldrei hafa þvílíkt reynt —, annað en náttúruviðburður sem hér greinir. — Hef er fátt eitt hermt, en mjög mörgu slept, sem er harla merki- legt. Þó verða hér talin enn fá dæmi hinnar dramatisku hst' ar skáldsins. Lítum á leiksviðið! Æfintýr hirðingjans: Dynja hófar, glymja gólf, glófahendur veifa og klappa. Bjöllur klingja. Klukkan tólf! Kápur hneppast, fætur stappa. þjónar skjótast skjótt sem kólf skotið sé, um allar gættir. Tæmast borð og bekkjahólí, byrgjast dyr — og leikur hættir. — — Eða gildaskálann rómverska í kvæðinu Skuggar —: Marra dyr í hjara og húnum, hreyfir dúka næturblaer. — Hátt er skrafað. Skálir Iyftast. Skygnir undir hattabörð. Brúnir hnyklast. Axlir yptast. Augu loga svört og hörð. Millum létt og lágt er hlegið, lokkar hristir enni frá, hallað eyrum, hvíslað — slegið höndum saman, drukkist á. — — — En náttúrulífslýsingarnar eru ekki stður þrungnar s' dramatisku lífi. Þannig í kvæðinu: Útsær —:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.