Eimreiðin - 01.04.1924, Qupperneq 28
156
ÞEGAR F0NNIN HVARF
EIMREIÐiN
kyrð ríkti í herberginu, einhuer dularfullur friður, sem honum
fanst hann ekki hafa tekið eftir áður. En þetta varaði að eins
örstutt. Konan hans hafði hreyft sig og opnað augun.
»Ert það þú, Friðrik?« sagði Hildur og strauk ábreiðuna
Iaust með hvítri, horaðri hendinni.
»Var nokkur þörf á að sækja mig heim frá fénu?« Friðrik
svaraði í gamla, önuga kulda og ónota rómnum, sem var orð-
inn honum svo tamur upp á síðkastið. Honum lá við að
hreyta út úr sér einhverjum ónotum af gömlum vana, en hon-
um fanst það einhvern veginn ekki eiga við í þetta skifh
þarna inni,
»Hvar er Grímsi litli ?« spurði Hildur eins og hún tseki
ekki eftir því, sem Friðrik sagði.
»Hvar heldurðu að hann sé nema hjá fénu«, var rétt kom-
ið fram á varirnar á Friðrik, en hann stilti sig og sagði
ekkert.
»Eg fer nú bráðum að kveðja ykkur«, sagði Hildur þá og
brosti veiklulega framan í mann sinn.
Friðrik svaraði engu. Það var kominn einhver kökkur •
hálsinn á honum svo honum varð örðugt um mál. Hrukkurn-
ar á þreytulega andlitinu á honum fóru að mýkjast, og drætt'
irnir í munnvikjunum urðu skarpari.
«Heyrðu, vinur minn«, sagði Hildur alt í einu, reis til hálfs
upp í rúminu og leit fast á mann sinn. »Sérðu eftir því, að
þú giftist mér?« Það var nokkur ákefð í röddinni.
»Nei, Hildur, Hvers vegna dettur þér slíkt í hug nú?*
Friðrik kraup á kné við rúmið, tók utan um herðarnar a
Hildi og horfði framan í hana hálf óttasleginn.
»Mér hefur stundum dottið það í hug nú síðustu árin«>
sagði Hildur og lokaði augunum. »Hún hefur stundum komið
að mér eiris og óvættur þessi hugsun og ekki látið mig 1
friði. Marga nóttina hef ég ekki getað sofið fyrir henm-
Stundum hef ég læðst fram úr rúminu og sest á rúmstokkinn
hjá Grímsa og Dísu litlu, horft á blessuð litlu andlitin og
hlustað eftir andardrætti þeirra. Það hefur friðað mig. Þú
manst þegar þú fanst mig sofandi á rúmstokknum þeirra einn
morguninn. En svo hefur óvætturin komið aftur og aftur«-
Friðrik mælti ekki orð frá vörum.