Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Side 29

Eimreiðin - 01.04.1924, Side 29
EIHREIÐIN ÞEGAR F0NNIN HVARF 157 »Eg veit, að þig hefur stundum iðrað þess, að þú giftist rner- Þú hefur stundum látið mig skilja, að lífsleiðin hefði 0rðið bjartari, hefðirðu valið þér að lífsförunaut einhverja aðra en mig, einhverja efnaðri eða ættgöfgari. Eg er ekki að á- saka þig fyrir það, vinur minn. Ég veit, að þú lagðir mikið í sölurnar mín vegna. Þú varst ungur og ríkur, og þér voru flestir vegir færir, þegar við kyntumst. Ég var umkomulaus °9 fátæk vinnukona. Þú áttir blómum skrýdda braut fram- undan, við hliðina á konu, sem þér var samboðin, bæði að ^ifðingu og efnum. En þó hættirðu á það að leggja út í lífið rneð mér. Þú lést hvorki ættingja þína né vini fá talið þér h^ghvarf. Þín fórn var stór, og ég dáðist að þér og tilbað þig fcví meir sem ég sá, að ástin fékk að ráða gerðum þínum, ast þín til mín. Því þá vissi ég, að þú unnir mér«. Hildur talaði rólega og í lágum hljóðum. Friðrik draup höfði °9 sagði ekki orð. »Hvað þú varst lífsglaður og kátur í þá daga, Friðrik. Þá Varst þú ekki hræddur við örðugleikana. Oft hef ég hugsað Um þá tíma síðan. Þegar þú hefur verið kaldur og önugur v'ð mig eða harður við börnin, og ég hef ekki getað að mér 9ert að fara að gráta, — þú veist hve mikil beygja ég er °rðin, — hefur það ætíð hjálpað mér að hugsa um þig eins °9 þú varst í gamla daga. En í guðs bænum, Friðrik, þú Verður að hrinda af þér farginu, sem á þér hefur hvílt í seinni *'ð, og verða eins og þú varst, gerðu það fyrir mig og þín Ve9na sjálfs*. »Það gengur ekkert að mér, Hildur, þótt ég sé ekki eins létt- Ur í skapi og í gamla daga. Maður breytist með aldrinum. Bús- ^hyggjurnar gera mann harðan í skapi, og ég veit að ég er kaldur í viðmóti við þig, en þú mátt ekki taka hart á mér fyrir það. Veðráttan og vinnan hafa gert mig svona*. ‘Búsáhyggjurnar, veðráttan og vinnan«. Hildur brosti veiklu- ^ega. >Heldurðu að ég þekki þig ekki svo vel, að mér detti hug að halda, að þú látir slíka smámuni hafa áhrif á þig. Attum við ekki við búsáhyggjur að stríða fyrstu árin, sem við Vorum saman? Aldrei fremur en þá. Og ætli veðráttan hafi verið betri þá eða vinnan minni en nú? Ég held ekki. En

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.