Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 31

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 31
EIMReidin ÞEGAR F0NN1N HVARF 159 haei> að Hildur ælti skamt eftir ólifað, greip hann með heljar aili- Hann hafði ekki gert sér þetta ljóst eða skeytt því, þeg- ar Qrímsi var að tala við hann um morguninn. Það hafði el<kert komið við hann þá. Og nú — . Friðrik lét fallast á hnén við rúmstokkinn og hvíslaði fyrirgefningarbænum og ást- arorðum að veiku konunni, sem grúfði sig niður í koddann, iiirandi af ekka. Ált í einu reis Hildur upp til hálfs í rúminu, lagði hend- Urnar um háls manni sínum og brosti framan í hann. »Frið- ril<, ég hef fundið þig aftur —«. Orðin dóu á vörum hennar, Uni líkamann fóru krampadrættir, og blóð rann úr munni hennar. Friðrik náði í klút og þurkaði það burt. Hasgt andvarp leið frá brjósti veiku konunnar, höfuðið féll aitur á bak, og augun störðu brostin út í bláinn. Hildur var skilin við. var komið logn og heiðríkja, þegar Grímsi lagði af stað nieð kindurnar heim á leið, eftir fjörubeitina. Sólin hafði nað völdum fyrir fult og alt, því nú voru skýin ekki lengur að tefja fyrir henni. Snjórinn bráðnaði í eldi hennar og rann sundur í krap og læki, og sífelt fjölgaði auðu blettunum 1 Hlíðarlandi. Grímsi þræddi sjávarbakkana með kindurnar. e,r voru nú orðnir snjólausir að mestu. Grímsa var léttara í ^kapj en um morguninn. Sólin hafði líka vermt hann og þurk- fötin hans. Dísa stóð á hlaðinu, þegar hann kom heim. ^Hvernig líður mömmu?« sagði Grímsi. sEs held henni líði vel, því pabbi er hjá henni«, sagði 1Sa og brosti framan í Grímsa. Grímsi skildi ekki vel þessa röksemdaleiðslu systur sinnar, en lét svo vera. Hann fór að fá sér matarbita, því hann var auðsvangur. Svo þorði hann heldur ekki að fara inn til ^ömmu sinnar, meðan pabbi var þar inni. En inn við rúmstokkinn hjónanna í Hlíð sat Friðrik og Srúíði andlitið í höndum sér. Heit, þung saknaðaralda reis í eal hans. Áður en hann vissi af streymdu tárin niður kinnar bans- Hann hagræddi líkinu í rúminu og lokaði augunum r°stnu. Sólin skein um herbergið. Geislar hennar léku um ''•HcHit hinnar framliðnu. Friðrik gat ekki haft augun af þvú

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.