Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 37
Ei«REIDIN
VINNUHUGVEKjA
165
^9 geri ráð fyrir, að fyrst hafi einhver hesturinn hugsunar-
'aust ranglað þessa leið. Á eftir honum kom annar með mann
a baki. Þeir, sem síðar komu, fóru í slóðina þeirra, hún varð
^Vpri og dýpri, varð að alfaravegi. Og þessa krókaleið fara
aM*r, þangað til einhver kemur þar ríðandi, sem hefur það
hu9fast, að bein lína er stysti vegur milli tveggja tiltekinna
sfaða, og að styttri vegurinn er að öðru jöfnu fljótfarnari en
Sa lengri. Víki hann út af götunni og fari beina leið, spar-
as* krókarnir þeim, sem á eftir koma, því að þá fara þeir í
s^óðina hans.
Þarna er í stuttu máii saga vinnubragðanna og saga verk-
f®ranna: forganga og sporganga, uppfinning og eftirlíking.
bfver aðferð, hvert verkfæri er sem lagður vegur að setfu
^rhi, beinn eða hlykkjóttur, auðfarinn eða erfiður. En allar
Ve9abætur verða fyrst að gerast í huganum, og vinnubætur
eru, oftar en menn alment gefa gaum að, vegabætur í bók-
staflegurn skilningi.
Ég ætla nú að minnast á nokkur atriði, sem hafa verður
hu9föst þegar íhuga skal aðferðir, tæki og aðstöðu við lík-
anilega vinnu, sem svo er nefnd, og skal þá fyrst víkja lítið
ei" að almennustu störfunum, sem unnin eru, en það eru
heimilisstörf kvenna.
Einkenni þeirra starfa er annarsvegar fjölbreytni, hinsvegar
endurtekning. Sú verkaskifting, sem nú á tímum er komin á
iiestum sviðum og veldur því, að hver einstaklingur leggur
slund að eins á eitt verk eða fá eða jafnvel eitthvert eitt
handtak, hún kemur ekki til greina við innanhússtörfin, síst
har sem sama konan vinnur þau öll. Verður því oft að skifta
um verk dag hvern og þó endurtaka sömu verkin dag eftir
da9. Og mörg af þessum störfum eru þannig vaxin, að þeirra
Ser ekki spor fáum stundum lengur. Hve vel sem máltíðin
Var tilreidd, þá verður ný að vera til taks fáum stundum
Slðar. Hve vel sem gólfið var sópað eða þvegið, þá er það
n®sta dag orðið óhreint aftur. Hve vel sem rykið var þurkað
næsta dag er þar nýtt ryk. Hve gljáandi sem skórnir
v°ru að morgni, þá eru þeir að kveldi eins og þeir hefðu
aldrei verið burstaðir. Óhreinindin ganga alt af aftur, hve oft
Sem þau eru j{Ve5in njgur. Það er því líkast sem störf