Eimreiðin - 01.04.1924, Qupperneq 54
182
SAMKEPNIN
EIMREIDiN
l'uris, Rvík, séra Sigtryggi GuÖIaugssyni, Núpi, Thor Bjarnason, Pembma>
Bandaríkjunum, ]óhannesi FriÖlaugssyni, Fjalli, Sighvati Gr. Borgfirð'nS'
Höfða, Árna S. Mýrdal, Wash., Bandaríkjunum, Eyjólfi Guömundssynj
hreppstjóra, Hvoli, Þórólfi Jónassyni, Sílalæk, Vigfúsi Guömundssyni, ff2
Engey, Rvík, og ennfremur svar merkt „alvörumaður". Mörg fleiri svor
komu til greina, þótt ekki séu hér ættfærð. Hefði verið gaman að birt2
sem flest svörin, en því miður leyfir rúmið það ekki.
Þakkar Eimreiðin svo öllum þeim, fjær og nær, sem þátt tóku í sam-
kepninni, og telur ekki unnið fyrir gýg, þar sem svo margir hafa, "
fyrir það, að spurningin er framkomin, — þaulhugsað það máliö, sem
ef til vill veltur meira á en nokkru öðru, þegar um það er að ræða,
hvort þjóðin á að verða sólarmegin á ókomnum öldum eða ekki.
T í m a vé 1 i n.
Eftir H. G. Wells.
(Framhald)
XI. POSTULÍNSHOLLIN GRÆNA.
Um nónbil náðum við til postulínshallarinnar grænu, og var
hún mannlaus og að mestu í rústum. Gluggarúðurnar vord
brotnar, og víða var græni liturinn fallinn af málrnumgjörðum
glugganna og málmurinn étinn sundur af áhrifum vatns °S
lofts. Höllin stóð á háum grasi grónum sandhól og var þaö'
an fagurt um að litast.
Efniviðurinn í þessari miklu byggingu reyndist í raun °S
veru hreint postulín, og voru veggirnir þaktir áletrunum, seiu
ég gat ekki þýtt. Ég var svo fávís að halda, að Vína mundi
geta þýtt þetta letur fyrir mig, en komst brátt að raun um.
að hún hafði ekki einu sinni hugmynd um, í hverju listin að
lesa væri fólgin. Ég held mér hafi altaf fundist Vína h'kari
mannlegri veru en hún var í raun og veru vegna þess, a^
ástúð hennar var svo mannleg.
Þegar komið var innfyrir hinar voldugu vængjahurðir hall'
arinnar, sem voru opnar og brotnar, gat að líta langan sa*
með mörgum gluggum. Mér datt strax í hug gripasafn. A tiS'
ulsteinsgólfinu var þykt lag af ryki; meðfram veggjunum stóðu