Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Side 56

Eimreiðin - 01.04.1924, Side 56
184 TÍMAVÉLIN eimreidiM mundu verða mér margfalt hugðnæmari en þessar jarðfræð1' legu Ieifar frá löngu liðinni tíð, sem ég hafði hér fyrir auS' um. Eg fór því að leita og fann brátt annan sal, þar sen* geymdar voru allskonar bergtegundir og aðrir hlutir úr steina- ríkinu. Þar fann ég stóran brennisteinsmola, og flaug mér þa strax í hug, hvort mér mundi ekki geta hepnast að búa til púður. En ég fann engan saltpétur og yfirleitt engin saltpét- urssúr sölt. Það var sýnilegt, að þau höfðu eyðst fyrir löngu síðan. En ég hélt áfram að hugsa um brennisteininn. Það Var eini hluturinn þarna inni, sem verulega vakti athygli mína. Eð er enginn sérfræðingur í steinafræði og staðnæmdist því stutí þarna Eg gekk niður mjög hrörleg göng, sem lágu sam- hliða sal þeim, sem ég hafði fyrst komið inn í. Að því er virtist, hafði þarna verið deild fyrir náttúrusögu, en nú var ekkert þekkjanlegt lengur af því, sem þar var inni. Skorpnar og dökknaðar leifar af úttroðnum dýrahömum, þurkuðum mú' míum í leirílátum, sem einhverntíma höfðu verið full af vín- anda, og brúnt duftið úr löngu rotnuðum jurtum, voru einn menjarnar. Því næst komum við inn í geysistóran, en mjöS illa upplýstan sal, og hallaði gólfinu í honum skáhalt niður a við. Hvítar kúlur héngu hér og hvar niður úr loftinu, og voru sumar þeirra beyglaðar og brotnar. Benti þetta til, að salur- inn hefði einhverntíma verið lýstur með ljósum. Hér kunni ég betur við mig, því alt í kring um mig stóðu geysistórar vélar, flestar meira og minna skemdar, en sumar þó enn í sæmilegu standi. Eins og þið vitið, er ég sérstaklega sólginn í alt, er að vélfræði lýtur, og mér þótti mjög gaman að virða fyr>r mér vélarnar þarna inni, það því fremur sem ég gat tæpas* getið mér til um, til hvers sumar þeirra voru. En ég hugsaði sem svo, að ef ég gæti komist upp á að nota þær, mundi ég eiga yfir öflum að ráða, sem gætu komið mér að góðu liði 1 baráttunni við Mórlokkana. Alt í einu þrýsti Vína sér fast upp að mér. Þessi hreyfing hennar var svo 6nögg, að ég hrökk saman. Ég mundi varla hafa tekið eftir, að gólfinu hallaði sífelt niður á við, ef hún hefði ekki bent mér á það. Sá endi salsins, sem við höfðum komið inn um, var alveg yfir jörðu, og báru langir og mjóii* gluggar á stafni hans næga birtu. En eftir því sem innar kom

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.