Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 60
188
TVEIR UNGIR RITHÖFUNDAR
E1MRE1Ð1n
en þó meö nokkra trú á mátt hins nýja, stofnar til samvinnu við þá ungu
mennina Olaf og Þorkel, hefði verið eðlilegra að gera þá miklu at-
kvæðameiri hluthafa f sögunni en þeir eru. En þeir eru varla nefndir á
nafn nema í fyrsta kafla, þangað til í seinni hluta bókarinnar, að þe,r
koma nokkuð við sögu. í stað þess snýst söguþráðurinn um viðskif11
Gunnars og verslunarstjóranna á Fagureyri og um flysjunginn Arnór, sem
skapraunar Melakonginum mest. Sífeld ferðalög og heimsóknir, og 1ÝS'
ingar á þeim, valda stundum nokkru seinlæti í að komast að efninu. '
sögunni, sem er rúmar tvö hundruð síður, koma að minsta kosti tuttugu
sinnum fyrir slíkar heimsóknir og ferðalög. Höfundurinn hefur sérstakt
dálæti á að láta persónur sínar fá sér í staupinu og taka í nefið við öll
hugsanleg tækifæri. í sjálfu sér er ekkert athugavert við það, þó að karl-
arnir staupi sig og stúti stöku sinnum, en of mikið af öllu má þó Sera-
Heldur hallar á fulltrua hins nýja tímans, og eru þeir flestir hálfgerðir
gleiðgosar. Annars er sagan öll ákveðið ádeilurit og deilt á lausung °S
rótleysi ungu kynslóðarinnar. Verst er, að ádeilan er helst til einhliða, þvl
flestir eiga yngri menn sögunnar sammerkt um þá ókosti, sem höfundurinn
með réttu fordæmir, nema þá helst Olafur, skjólstæðingur Gunnars á Melum-
Þó að þessi saga Guðmundar G. Hagalíns sé að ýmsu leyti verð-
minni en búast hefði mátt við af honum, dylst þó engum, að margir þeir
sömu kostir, sem prýða smásögur hans þær bestu, koma og fram hér.
Náttúrulýsingar höfundarins eru ætíð góðar, og þótt honum fatist stundum
í sálarlífslýsingum sínum, ritar hann ætíð af þekkingu á íslensku alþýÖu-
lífi, en hættir sér aldrei inn á ókunn svið þar. Kaflinn um siglinguna a
bls. 93—111 er t. d. ritaður af því fjöri og lífi, sem aðeins er á f*rl
nákunnugra. Annars minnir kafli þessi töluvert á samskonar atburð i
skáldsögu eftir ]ohan Bojer: Den siste Viking. Rithöfundum hættir oft
við að kollhlaupa sig á því að lýsa atburðum, sem þeir ekki þekkja eða
hafa ekki gert sér nógu ljósa grein fyrir. Hinn heimsfrægi leikari Edwin
Booth varði einu sinni fimm klukkustundum í það að ganga um gólf 1
loftherbergi sínu, í gistihúsi því, er hann dvaldi í, og endurtaka í sífeHu>
með öllum þeim margvíslegu tilbrigðum, áherslum og þunga, sem rödd
hans átti yfir að ráða, orðin, sem Natan spámaður mælti við Davið kon-
ung: „Þú ert maðurinn!" Varð nábúa Booths í næsta herbergi, sem
heyrði á ósköpin, svo mikið um, að hann æddi ofan og skýrði frá þvl>
að það væri brjálaður maður í næsta herbergi. En í þessu brjálæði var
fólginn Ieyndardómurinn við sigursæld Booths á leiksviðinu. Hann hafð1
vit á að rannsaka viðfangsefni sín út í æsar. Og Guðmundur G.»Hagalín
virðist hafa ríka meðvitund um þetta mikilvæga atriði. Hann er nú staddur
á vegamótum. Þeir, sem hafa lesið bækur hans, hafa þegar rent grun í,
að hann búi yfir ómældum öflum. Það er undir honum sjálfum komið,
hvort honum tekst að leysa þau öfl úr læðingi og skapa eitthvað þsð,
sem að kveður, — eitthvað sígilt.
Halldór Kiljan Laxness var.ekki nema seytján ára, er hann reit fyrstu