Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN
NORÐURLJÓS
337
Fegurri sýn fær mannlegt auga aldrei litið; sá sem ekki
hefur séð hana eigin augum, getur ekki gert sér nokkra hug-
mynd um þennan töfrandi sjónleik, sem engin lýsing er sam-
boðin«.
Hjálmurinn er efalaust fegursta, en sjaldgæfasta gervi norð-
urljósa. Oftast líta þau út sem þunnir faldar (kögrar), er virð-
ast hanga beint niður og sviftast í ótal hlykkjum um loftið.
Stundum sjást þau sem bogi á norðurloftinu, stundum sem
geislastafir, er geysast beint upp á háloftið, og stundum aðeins
sem óreglubundið ljósflögur.
Norðurljósin sjást tíðast á mjóu belti, sem liggur umhverfis
norðurskaut og segulskaut jarðar. Miðdepill hringsins er í
Norðvestur-Grænlandi, því nær miðja vegu milli segulskautsins
og norðurskautsins. Liggur beltið frá Finnmörku í Noregi um
sunnanvert ísland, suðurodda Grænlands, Norður-Kanada,
Alaska og síðan með norðurströnd Síberíu til Finnmerkur.
Sunnan og norðan við þetta belti verða norðurljósin sjald-
gæfari, en þau geta einnig sést á allsuðlægum stöðum t. d.
Mið- og Suður-Evrópu; í hitabeltinu sjást þau aldrei.
Um suðurhálfu jarðar er einnig suðurljósabelti af sama tagi,
en það er lítt rannsakað.
Uppruni norðurljósa hefur löngum verið mönnum hin mesta
ráðgáta. Má því geta nærri, að margvíslegar getur hafi verið
leiddar að orsökum þeirra og eðli. Vrði of langt mál að rekja
það hér til hlítar.
Svo segir í Konungsskuggsjá, að þrjá hluti hafi menn fært
í getur sem tildrög norðurljósa á Grænlandi: »Sumir segja,
að eldur kringi umhverfis höfin og öll vötn þau, sem hið ytra
renna um böll (= hnött) jarðarinnar. En með þ.ví að Græn-
Iand liggur á hinni yztu síðu heimsins til norðurs, þá kalla
þeir það mega vera, að það ljós skíni af þeim eldi, er um-
hverfis er kringdur hin ystu höfin. Þetta hafa og sumir í
ræður fært, að í þann tíma er rás sólarinnar verður undir
belli jarðarinnar um nóttina, aó nokkrir skimar megi af henn-
ar geislum bera upp á himininn, með því að þeir kalla Græn-
land svo utarlega liggja á þessari heimsins síðu, að brekku-
hvelið jarðarinnar má þar minka, það er fyrir ber skin sólar-
22