Eimreiðin - 01.10.1927, Side 81
EIMREIÐIN
ÞJÓÐNÝTING Á ENGLANDI
385
yfir innlendum matvælum, útvegun þeirra, skiftingu eða verði,
og að mestu leyti náðu umráðin til þessa alls.
Að þessu ráði var vikið af mikilli tregðu, og stundum ekki
fyr en vörurnar voru komnar í óhæfilegt verð manna á milli.
En höf. heldur því fram, að alt hafi þetta í raun og veru
gengið prýðilega — eftir að það var gert.
Þá tók og stjórnin að sér yfirráð yfir járnbrautunum. Það
gerði hún þegar í ófriðarbyrjun samkvæmt heimildarlögum frá
1871. Ekki var þar samt um neina eiginlega þjóðnýting að
tefla. ]árnbrautafélögin áttu járnbrautirnar, og framkvæmdar-
nefndin, sem starfaði undir yfirráðum stjórnarinnar, var skipuð
forstjórum járnbrautafélaganna. Stjórnin ábyrgðist félögunum
sama ágóða sem þau höfðu haft 1913, en mátti nota braut-
irnar eftir vild til hernaðarflutninga á mönnum og vörum. Við
samvinnuna milli járnbrautafélaganna innbyrðis og stjórnar-
innar á hina hliðina kom það í ljós, að óþörf og gagnslaus
eyðsla hafði verið afar mikil undir hinni sundurgreindu stjórn
járnbrautafélaganna, og nú tókst með lítilli fyrirhöfn að færa
mikið í lag. Höf. segir, að með þessu fyrirkomulagi hafi stjórn
járnbrautanna tekist merkilega vel.
Þá voru kolin. I fyrstu sá stjórnin ekkert fyrir yfirráðum
ríkisvaldsins yfir kolanámunum. En nauðsynin á slíkri ráð-
stöfun varð auðsæ, þegar fram í ófriðinn kom. Hún byrjaði
í dez. 1916 með stjórnaryfirráðum yfir kolanámunum í Suður-
Wales. En í marz 1917 náðu þau yfirráð yfir alt landið.
Fulltrúi stjórnarinnar (»the Coal Controller*) fékk vald til að
ákveða verðið, takmarka ágóða, ráða yfir útflutningi, skamta
kol til heimilisnotkunar, iðnaðar og framleiðslu á gasi og raf-
magni, ákveða aðferðir við skiftingu kolanna, hafa afskifti af
kjörum verkamanna og fyrirskipa um framleiðsluna.
Þetta var alt örðugt og vandasamt verk. Árið 1913 hafði
kolaframleiðslan numið 287 miljónum smálesta, en 1916 var
hún komin niður í 256 miljónir, vegna þess að verkamenn
vantaði og áhöld. 1917 komst hún niður í 248 miljónir, og
1918 í 228 miljónir. Kola-umsjónarmennirnir urðu því að
ráða fram úr þeim örðugleika, að birgðirnar fóru stöðugt
25
1