Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Side 63

Eimreiðin - 01.10.1927, Side 63
EIMREIDIN BRÉF UM MERKA BÓK 367 á alla sína sæmd að þakka hetju þeirri eða höfðingja þeim, er það þrælkar. Þegar litið er á málshætti þá, sem stuðlast hallstuðlum, þá sjest, að þjóðin stuðlar þannig, að stuðull sá, sem er sterkari, rekstuðullinn, er þar tíðast yfirstuðull. Er það að vonum, að svo verði, meðan stuðlakend er næm með þjóðinni. Skáld og hagyrðingar ættu eigi að eins að forðast lágstuðlan, nema þegar orkt er undir lögum, er byrja skertri deild, er tekur heilan braglið, — heldr ættu og skáldin að gæta þess vel og vandlega, að ekki sje lægra orð eða linari stafir í yfirstuðli. En jafnir mega þeir vera, stuðlarnir, ef yfirstuðull nær að standa í hákveðu. Orðahæðin. — Fáir munu þeir vera nú, er fróðir eru um orðahæðir. ]eg hefi talað við ýmsa, skáld og hagorða menn, er kunna eigi fremur skil á hæðarmun orða en kisa á sjö- stirni, eins og máltækið segir. En fornmenn virðast hafa þekt muninn. Hver sem vill, getr gengið úr skugga um þetta, ef hann les forn kvæði, sem orkt eru undir fornyrðislagi. Þekk- ing þessi eða tilfinning hefr glatast að nokkuru. Menn, sem hafa brageyra, finna þó hæðarmun í bragliðum. Er þeim því ljóst, hvort orkt er raddstrítt eða eigi. Þó kennir raddstríðra liða í ljóðum og nægir að benda á ljóð höfuð-skálds, er segir: Og hugurinn lyftist í æðri átt, nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Hjer er orðið »guðs« síðast í þrílið, svo að kveðan gerist raddstríð. Slíkt mun vera fremur af slysni, en af því, að hrynjandi-kendin sje svona sljóv. En hitt er víst, að fæstir gera sjer grein fyrir því, hver munur er á hæð orðanna, er þau fylla kveður. Þetta sjest bezt á því, að þeir sem yrkja ljóð, er eiga að heita undir fornyrðislagi, stuðla við hvað, sem vera skal. Dæmi: Ský þú, sem Ijómar Ijósfagurt yfir. (H. Bl.) Orðið »ský« er nafnorð og stendr í frumkveðu, auk þess er kveðan skipuð þríiið. Frumkveðan á því heimtingu á, að hún sje gerð að stuðulkveðu, í stað þess að lúta annari kveðu, sem er aðeins skipuð sögn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.