Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN NORÐURLjÓS 339 á norðurljósum og segulstormum kom það í ljós, að tíðleiki þeirra breytist samtímis sólbettunum. Það var því auðsætt, að eitthvert orsaka-samband var milli þessara fyrirbrigða, en hvernig því væri háttað, kunni enginn að greina. Aðalsporið í þá átt tók Kristian Birkeland, sá er fann að- ferðina til að vinna kæfiefni úr loftinu og gera Noregssalt- pétur til jarðræktar. Árið 1896 fekst Birkeland við rannsóknir á katóðugeislum. Geislar þessir eru rafmagnseindir á hraðri ferð og myndast m. a. þegar sterkum rafmagnsstraumi er hleypt í gegnum nærri lofttómt glerhylki.1) Hann varð þess var, að segulstál virtist safna rafmagnseindunum að sér líkt og brennigler safn- ar ljósgeislum að einum depli. Datt honum þá í hug, hvort norðurljósin mundu ekki vera katóðugeislar, sem söfnuðust að segulskautum jarðar, utan úr geimnum. Stöfuðu geislar þessir einkum frá sólu, en líka frá öðrum meginstjörnum. Til þess að reyna þessa hugmynd nánar, gerði Birkeland sér dá- lítinn jarðhnött, sem að utan var borinn efni nokkru, er verður lýsandi þegar katóðugeisla lýstur á það. Innan í hnett- inum var járnstafur, sem gera mátti segulmagnaðan með raf- magnstraumi. Hnötturinn var lokaður inni í lofttómu glerhylki. Þegar straumi af katóðugeislum var beint að hnettinum, og væri hann ósegulmagnaður, þá varð hann einungis lýsandi á þeirri hlið, er í geislastrauminn vissi. En væri hann gerður segulmagnaður, varð alt annað uppi. Þá hratt hnötturinn kat- óðugeislunum frá sér nema á blettum umhverfis segulskautin. Geislaflóðið greinist í tvær kvíslar er beinast að sínu skaut- inu hvor og breiðast út sem lýsandi baugar, en aðeins þeim megin á hnettinum, er veit frá katóðunni (sem sendir frá sér geislana). Ef vér hugsum oss, að katóðan sé sólin, svarar þetta til, að norðurljósið birtist aðeins að kvöld- og næturlagi eða þeim megin á jörðunni, er frá sólu snýr. Birkeland hafði þannig tekist að framleiða norðurljós, þótt í smáum stíl væri. 1) Sjá Eimreiðina XXX. árg. bls. 36 (Frumeindakenning nútímans eftir Trausta Ólafsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.