Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 88
EIMREIÐIN Einar Þorkelsson: MINNINQAR, Reykjavík, Prentsmiðjan Acta h.f. MCMXXVII. í bók þessari eru þrjár sögur, er höfundur nefnir: Fósturbörnin, Svörtu göngin og Bjargað úr einstigi. Fyrsta sagan fjallar einkum um góðkvendið Imbu á Qili, sem hefur orðið fyrir þeirri sorg að missa mann sinn og fósturdóttur. Bær hennar er í þjóðbraut og gestnauð því óþrotleg. En aldrei þreytist húsfreyja á því að greiða fyrir gestum sínum. Og gestrisni hennar nær Iengra en til ferðamanna einna, sbr. frásögn höf. á bls. 12—13. — Lesanda dettur ósjálfrátt í hug Langaholts-Þóra, sem Landnáma segir, að hafi látið „gera skála sinn um þvera þjóðbraut ok lét þar jafnan standa borð, en hon sat úti á stóli ok laðaði þar gesti, hvern er mat vildi efa“.’) En að vísu kemst Langaholts-Þóra vart þangað með tærnar, sem Imba á Gili hefur hælana, ef báðar heimildir eru teknar bókstaflega. Þá lýsir höf. því, er Imba tekur til uppfósturs munaðarlaust barn og vill enga meðgjöf þiggja. En barnið deyr úr barnaveiki eftir rúmlega þrjú ár. — Imba tekur nokkurs konar helstríð eftir lát barnsins. Við missi þess hafa allar vonir hennar kulnað út. í öngum sínum segir hún ábýlis- jörðu sinni, eign hreppstjórans, lausri og flyzt að eyðibýlinu Vatnagarði. — Þar heldur hún uppteknum hætti um gestrisni og „laðar" þar gesti að garði á dimmum óveðursnóttum með því að láta þá Ijós jafnan loga í glugga. En auk þess hlúir hún að ýmsum smádýrum, vængbrotnum fuglum, músum og jafnvel ánumöðkum, sem hún hefur hjá sér, í baðstofu sinni. Það eru „fósturbörn" hennar. — I einmánaðarhreti deyr gamla konan loks, ein og yfirgefin í kofa sínum. „Fósturbörnin í Vatnagarði voru orðin móðurlaus". 1) Sjá Landnáma (útg. Finns Jónssonar; Kh. 1925) bls. 50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.