Eimreiðin - 01.10.1927, Page 88
EIMREIÐIN
Einar Þorkelsson: MINNINQAR, Reykjavík, Prentsmiðjan Acta h.f.
MCMXXVII.
í bók þessari eru þrjár sögur, er höfundur nefnir: Fósturbörnin,
Svörtu göngin og Bjargað úr einstigi.
Fyrsta sagan fjallar einkum um góðkvendið Imbu á Qili, sem hefur
orðið fyrir þeirri sorg að missa mann sinn og fósturdóttur. Bær hennar
er í þjóðbraut og gestnauð því óþrotleg. En aldrei þreytist húsfreyja á
því að greiða fyrir gestum sínum. Og gestrisni hennar nær Iengra en til
ferðamanna einna, sbr. frásögn höf. á bls. 12—13. — Lesanda dettur
ósjálfrátt í hug Langaholts-Þóra, sem Landnáma segir, að hafi látið „gera
skála sinn um þvera þjóðbraut ok lét þar jafnan standa borð, en hon
sat úti á stóli ok laðaði þar gesti, hvern er mat vildi efa“.’)
En að vísu kemst Langaholts-Þóra vart þangað með tærnar, sem Imba
á Gili hefur hælana, ef báðar heimildir eru teknar bókstaflega.
Þá lýsir höf. því, er Imba tekur til uppfósturs munaðarlaust barn og
vill enga meðgjöf þiggja. En barnið deyr úr barnaveiki eftir rúmlega þrjú
ár. — Imba tekur nokkurs konar helstríð eftir lát barnsins. Við missi
þess hafa allar vonir hennar kulnað út. í öngum sínum segir hún ábýlis-
jörðu sinni, eign hreppstjórans, lausri og flyzt að eyðibýlinu Vatnagarði.
— Þar heldur hún uppteknum hætti um gestrisni og „laðar" þar gesti
að garði á dimmum óveðursnóttum með því að láta þá Ijós jafnan loga
í glugga. En auk þess hlúir hún að ýmsum smádýrum, vængbrotnum
fuglum, músum og jafnvel ánumöðkum, sem hún hefur hjá sér, í baðstofu
sinni. Það eru „fósturbörn" hennar. — I einmánaðarhreti deyr gamla
konan loks, ein og yfirgefin í kofa sínum. „Fósturbörnin í Vatnagarði
voru orðin móðurlaus".
1) Sjá Landnáma (útg. Finns Jónssonar; Kh. 1925) bls. 50.