Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 72
376
BRÉF UM MERKA BÓK
EIMREIÐIN
reksverk í fullnaðarrannsókn íslenzkrar hrynjandi og þeir Kepler og
Newton unnu í stjörnufræðinni, muni minnast Sigurðar Kristófers Pét-
urssonar, brautryðjandans, með álíka þakklæti og Iotningu og þessir
miklu menn minntust sinna fyrirrennara, þeirra Tychos og Copernicusar.
Sancta Maria.
Eftir Erik Axel Karlfeldt.
Hún gengur yfir engjarnar við Súgara-bæ;
— er aðeins lítil stúlka með sóleyjablæ —
já, sóley lík og fjólu lík lengst burt frá veg og bæ
á bala, þar sem tæra lindin rennur. —
Hvar hefur þú gengið? Þig sól ei hefur brent.
Hvað dreymdi þig María? Hvort hefur brjóst þitt kent,
að blóð þitt ei sem annara brennur?
. . . Svo skínandi hár þitt og undurfagurt er,
og ennið líkt mánans hvelfda boga,
er lútandi og ljósan hann yfir ásinn ber,
en aftandögg speglar hans loga.
I Fjóluhlíð nú kveldblærinn hefur hægan nið.
Nú hringja liljuklukkur inn næturró og frið.
Ei hneggjar foli hagans, ei kallar stekkjarkið,
ei kvaka lengur fuglar í lundum.
. . . Nú ganga í Dölum saman hver maður og mey.
Þú mest ert þráð af öllum — en þú veizt það ei.
. . . Hvað elskar þú á einverustundum?
Þú ert sem nýfermd ungmey, er kraup við kirkju-borð,
hún kemur fjálg, og helga nótt mun vaka;
með titrandi hjarta hún íhugar þau orð
og undur, sem hún með sér fékk að taka.
Snú við! Kom heim María! — I kveld þú verður sein:
Kannske hún mamma syrgi — hún veit þú ert alein.