Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN NORÐURLJÓS 333 um þær mundir, sem kvæðið er ort, voru víst ekki margir, sem gerðu sér grein fyrir uppruna norðurljósanna. En ættum vér að lýsa norðurljósum fyrir einhverjum, sem aldrei hefði þau augum litið, mundu þessar Ijóðrænu lýsingar ekki nægja. Vér snúum oss þá að lýsingum í óbundnu máli. Elsta lýsingin, sem til mun vera í norrænum bókmentum, er í Konungsskuggsjá. Er hún rituð í Noregi laust eftir 1200. — Sonur spyr föður sinn, hvað það muni vera, er Græn- lendingar kalli norðurljós. Segist faðirinn ekki vera um þá hluti fróðastur, »og hef ég þá menn fundið iðulega, er langar stundir hafa á Grænlandi verið, og þykjast þeir þar eigi sann- fróðir um vera, hvað það er. En þó er svo um þann hlut sem um flesta aðra þá, sem menn vita eigi til sanns, að vitrir menn færa í ætlan og í getur og geta slíks um, sem þeim þykir þá vera vænlegast og sannlegast. En þessi verður nátt- úra og skipun á norðurljósi, að það er æ þess Ijósara er sjálf er nótt myrkvari, og sýnist það jafnan um nætur en al- drei um daga og oftast í niðmyrkrum en sjaldan í tunglsskini; en það er svo tilsýnum sem maður sjái mikinn loga langa leið af miklum eldi. Þar skýtur af í loft upp að sjá hvössum oddum, misjöfnum að hæð og mjög ókyrrum, og verða ýmsir hærri og bragðar þetta ljós alt tilsýnum svo sem svipandi logi. En meðan þessir geislar eru hæstir og bjartastir, þá stendur þar svo mikið ljós af, að þeir menn, er úti verða staddir, þá mega þeir vel fara leiðar sinnar svo og að veiði- skap, ef þeir þurfa. Svo og ef menn sitja í húsum inni og er skjár yfir, þá er svo ljóst, að hver maður kennir annan, sá sem inni er staddur. En svo er þetta ljós brigðilegt, að það þykir stundum vera dökkvara, svo sem þar gjósi upp svartur reykur á milli eða þykkur myrkvi, og er þá því líkast að ljósið kæfist í þeim reyk sem það sé búið að slokkna. Og sem það kóf tekur að þynna, þá tekur það ljós annað sinn að birtast, og það kann að verða stundum, að mönnum sýnist svo sem þar skjóti af stórum gneistum, svo sem af sindrandi járni því, er nýtekið verður úr afli. En þá er nóttin líður og dagur nálgast, þá tekur þetta ljós að lægjast, og er þá sem það hverfi alt í þann tíma er dagur birtist.« Þannig hljóðar hin látlausa og sannfróða lýsing Konungs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.