Eimreiðin - 01.10.1927, Side 36
340
NORÐURLJÓS
EIMREIÐIN
Helztu niðurstöður, sem hann fekk af tilraunum sínum og
öðrum rannsóknum, voru þessar:
Frá sólblettunum þeytast straumar af rafmagnseindum, er
stefna beint út frá yfirborði sólar, en dreifast ekki í allar
áttir eins og ljósgeislarnir.
Ef slíkur geislabaugur kemst í námunda við jörðu, verða
rafmagnseindirnar fyrir áhrifum af segulafli jarðarinnar, segul-
Tilraun Birkelands. Lítill segulmagnaður hnöltur, sem katóðugeisl-
um er varpað á. S er segulskaut, ljósu dílarnir svara til norður-
ljósa. Til vinstri á myndinni verður að hugsa sér, að geislarnir
komi frá bakhlið myndarinnar. A hægri myndinni sjást geisla-
kvíslarnar beinast að hnettinum frá hægri hönd.
“krafturinn verkar þverbeint á geislastefnuna, og afleiðingin
verður sú, að flestar geislaagnirnar hrindast frá jörðu um
miðbaug. Til þess að ná jörðunni verða þær að fylgja segul-
afls-línunum, er allar stefna að jörðu nálægt heimsskautunum.
Þetta er skýringin á því, að katóðugeislarnir safnast um segul-
skautin í tilraun Birkelands, og um leið skýring á norðljósa-
beltum jarðarinnar. Komist geislaagnirnar nægilega nærri jörð-
unni, lýstur þeim niður í efstu svið lofthjúpsins og tendra þar
norðurljós.
Venjulega hverfa geislastraumarnir frá jörðu í 500—1000