Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 89

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 89
EIMREIÐIN RITSJÁ 393 Sagan „Svörtu göngin“ bregður ljósi yfir aevi annarar konu, er höf. nefnir Jóku. Hún er vinnukona á sveitabæ og er fljótt á að líta áþekk hverri annari húsbóndahollri griðkonu. í kistuhandraðanum lumir hún á dálítilli peningaupphæð, að þeirrar aldar sið, en bókaeign hennar er Við- eyjar-Biblía, Sjöorðaprédikanir, Stúrmshugvekjur og Bjarnabænir. Foreldrar ]óku hafa innrætt henni bókstafstrú, sem hefur gert hana mjög hjátrúarfulla. Draugatrú hennar samfara einhvers konar ímyndaðri dulgáfu hefur myndað átumein í sálu hennar. Lýsir höfundur Jóku þess- ari svo, að hún hafi verið undursamlega fróð um allan reimleika, aftur- göngur, uppvakninga, Móra, Skottur, Lalla o. s. frv. Hlutverk sögunnar er að hrífa Jóku út úr þessu hjátrúarvingli og beina huga hennar inn á hollari brautir. í síðustu sögunni, Bjargað úr einstigi, leiðir höfundur Iesanda inn að hvílu hjónanna í Skor, þar sem Sólveig húsfreyja vakir um langar skammdegisnætur. — Heimilið er á heljarþremi. Aflaföng Atla bónda hafa verið ónóg, vegna gæftaleysis á sjó, og enginn mjólkurdropi er til handa níu ungum börnum. Þó er enn ótalið það, sem veldur húsfreyju mestrar áhyggju. Æskuvinkonu hennar, sem ráðist hefur húskona til þeirra hjóna, hefur hent það slys, að eiga barn með Atla bónda. En litlu betri mundi líðan Ingveldar húskonu, sem situr uppi tímunum saman í svarfnættinu, gersamlega þurbrjósta, með hvítvoðung sinn grátandi af sulti. Eitthvað verður að gera, til að firra heimilið yfirvofandi hungursneyð. Húsfreyja býst að heiman með yngsta barn sitt. Hún ber það í fang- inu til fóstru manns síns; þar skilur hún það eftir, en fær í stað þess tvo legla fulla af mjólk, til þess að geta svalað þorsta barnanna og hús- konunnar heima. Á heimleið þrýtur hana gönguna. Loks kemst hún þó með veikum burðum, sárfætt og örmagna, heim að túngarðinum í Skor. Þar finnur maður hennar hana aðframkomna, er hann hefur lagt af stað til að leita hennar seint um kveldið. Hann ber hana heim, og sagan endar þannig, að Sólveig fyrirgefur manni sínum og æskuvinkonu brot þeirra, og þau sættast öll heilum sáttum. Tekur húsfreyja barn húskon- unnar og leggur á brjóst sér í stað barns þess, er hún hafði áður skilið við sig. Höfundur hefur valið þessari bók sinni hentugt heiti. Sem minningar missa tvær fyrstu sögurnar síður marks. Megingalli fyrsfu sögunnar finst mér sá, hve mjög þar skortir á leikræna frásögn. Fyrir bragðið verður Imba á Qili miklu fjarlægari lesanda og mynd hennar daufari en skyldi. Imba nær vart fullum tökum á lesandanum fyrr en undir sögulokin, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.