Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN
SKRIFTAMÁL Á NÝÁRSNÓTT
353
Hún flýtti sér til mín, lagði hendurnar um háls mér og fól
tárvott andlitið við brjóst mitt. Það titraði í mér hver taug,
aldrei hafði nokkur kona staðið svo nálægt mér áður. En ég
náði valdi yfir sjálfum mér og reyndi að hugga hana og tala
um fyrir henni — hún hafði svo mikla þörf fyrir hughreist-
ingu. — Þú komst inn rétt á eftir. Þú tókst ekki eftir geðs-
hræringu þeirri, sem ég var í. — Þú varst annars hugar;
kinnar þínar brunnu og augu þín voru höfug af vímu ástar-
innar. — En eftir þetta gamlárskvöld var orðin breyting á
mér, sem ég var hræddur við. Um leið og mjúku handlegg-
irnir hennar vöfðust að hálsi mér, um leið og ég dró að mér
ilminn úr hári hennar, hrapaði stjarnan mín bjarta af himnum
ofan, og frammi fyrir mér stóð konan, fögur og heillandi. Eg
kallaði sjálfan mig bæði þorpara og svikara, og til þess að
friða samvizku mína að einhverju leyti tók ég að mér að
stía ástkonu þinni frá þér. Til allrar lukku átti ég þá dálítið
af peningum. Hún gerði sig ánægða með þá upphæð, sem
ég bauð henni, og —«
»Hvert í heitasta!« hrópaði gamli hermaðurinn upp yfir sig,
þrumulostinn. »Svo þú áttir þá sök á því, að Bianca yfirgaf
mig og skrifaði mér þetta átakanlega kveðjubréf, þar sem
hún skýrði mér frá, að hún yrði að hafna ást minni, þó að
hjarta sitt ætlaði að springa af harmi?«
»Já, ég átti sök á því«, sagði vinur hans, »en ég á eftir að
segja þér fleira. Eg hafði haldið, að ég gæti keypt mér frið
með þessum peningum, en sá friður kom ekki. Með vaxandi
ofsa leituðu hugsanirnar á mig. Eg vann baki brotnu til þess
að reyna að gleyma. Það var einmitt þá, sem ég samdi fyrstu
drögin að bók minni »OdauðIeiki hugsjónanna*, en ekkert
hjálpaði. Eg var friðlaus maður. Þannig leið heilt ár, og aftur
rann upp gamlársdagur. Aftur sat ég hjá henni á þessum stað.
Þú varst heima það kvöldið, en lást sofandi á legubekk í
hliðarherberginu. Þú varst þreyttur eftir fjörugt miðdegisverð-
arsamsæti í klúbbnum. Þegar ég nú sat svona nálægt henni
og horfði á hið föla andlit hennar, kom endurminningin yfir
mig með ósigrandi afli. Eg varð að finna höfuð hennar hvíla
við brjóst mér einu sinni aftur, ég varð að þrýsta kossi á varir
hennar aðeins einu sinni — og svo mátti alt forganga fyrir