Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 83
EIMREIÐIN
Þ]ÓÐNÝTING Á ENGLANDI
387
auglýsingar, og á sumum svæðum keypti hún veitingastaðina
og sölustaðina með öllu, sem þeim heyrði til. Höf. heldur
því fram, að af öllum þeim afskiftum hafi hlotist ómetanleg
blessun, meðal annars, að áfengisnautn hafi stórum minkað
og að veitingastaðir stjórnarinnar hafi orðið að sæmilegum
samkomustöðum, þar sem þeir hafi áður verið siðspillandi
drykkjubæli.
Höf. dregur miklar ályktanir af því, að Bretar neyddust til
þess að hverfa frá »frjálsu samkepninni«, þegar fastast svarf
að þeim. Hann segir um það efni meðal annars það, sem
hér fer á eftir:
»Qætum nú að, hvað í þessu er fólgið. Áreiðanlega ætti
hver kaupsýslumaður að finna meiri hvöt hjá sér á ófriðar-
tímum en á nokkurum öðrum tímum til þess að vinna landi
sínu alt það gagn, sem honum er unt. Hann er ekki ein-
göngu kaupsýslumaður, heldur blátt áfram maður, og hlýtur
því að hafa tilhneiging til að reyna að hugsa þjóðræknislega.
Fyrir því er það, að þegar stjórnin var neydd til þjóðnýtingar,
þá var það ekki vegna þess, að þjóðnýting væri nauðsynlegri
í ófriði en á friðartímum, heldur blátt áfram vegna hins, að
hér var svo bersýnilega um líf eða dauða að tefla, að mál-
efnið sjálft varð þjóðinni auðsærra en það gat orðið, þegar
bráður bani var ekki bersýnilega fram undan, þó að hann
væri hræðilega og óguðlega algengur.
»Ef það er rétt, að einstaklingar hafi fyrirtækin með hönd-
um, þá var það bersýnilega fráleitt, að stjórnin gerði það í
ófriði, sem hún gerði — til dæmis að taka að sér járnbraut-
irnar. Ef járnbrautastjórnin reyndist affarasæl á margra hönd-
um, hvers vegna átti stjórnin þá að skerast í leikinn? Hvers
vegna ekki að halda áfram eins og að undanförnu? Hvað
var einkennilegt við það starf að láta járnbrautarlestir vera á
ferðinni, sem ekki var hæfilegt til þess að járnbrautafélag
sæi um það, og hvers vegna var þá stofnað til þessara af-
skifta? Ef það er bersýnilega nauðsynlegt að leggja járn-
brautir undir vald stjórnarinnar á ófriðartímum, til þess að
flytja nokkur hundruð þúsunda eða miljónir af mönnum,
hvers vegna er þá ekki nauðsynlegt að leggja járnbrautirnar