Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
SKRIFTAMÁL Á NVÁRSNÓTT
351
þykka bók um ódauðleika hugsjónanna. — Þú varst aldrei
sérlega hrifinn af því verki. Nú stendur mér líka á sama um
það, síðan hún dó. Allar hugsjónir veraldarinnar eru mér nú
einskisvirði.
»]á, hún var góð kona«, sagði eiginmaður hinnar fram-
liðnu. »Hún sýndi mér mikla umhyggju. Þegar ég þurfti að
fara út klukkan fimm að morgni til starfa, var hún altaf
komin á fætur á undan mér, til þess að sjá um morgunkaffið.
Auðvitað hafði hún sína galla. Svo sem eins og þegar hún
fór að rökræða við þig — hm«.
»Þú skildir hana aldrei«, tautaði hinn í hálfum hljóðum, og
það komu einkennilegir drættir um munninn, sem vottuðu
um leynda beiskju. En úr augum hans lýsti viðkvæmni og
hrygð, er hann horfði á vin sinn. Það var eins og einhver
dulin sektarmeðvitund þjakaði sál hans.
Eftir nokkra þögn mælti hann aftur: »Franz, ég þarf að
segja þér nokkuð, sem lengi hefur legið á mér eins og farg.
Ég vil ekki taka það með mér í gröfina«.
»]æja, leystu frá skjóðunni«, sagði húsráðandi um leið og
hann tók löngu reykjarpípuna, sem stóð upp við ruggustólinn.
»Það kom einusinni dálítið fyrir — á milli konunnar þinnar
og mín«.
Húsráðandi lét reykjarpípuna falla á gólfið og starði á gest
sinn galopnum augum.
»Vertu ekki að gera að gamni þínu, doktor*, sagði hann
að lokum.
»Mér er bláköld alvara, Franz«, anzaði hinn. »Ég hef
geymt þetta með sjálfum mér öll þessi fjörutíu ár, en nú er
hver síðastur að gera upp við þig.
»Áttu við það, að konan mín heitin hafi verið mér ótrú?«
hrópaði húsráðandi gremjulega.
»Skammastu þín, Franz«, sagði vinur hans, og aftur lék
þetta hlýja bros um varir hans.
Gamli hermaðurinn tautaði eitthvað í skeggið og kveikti í
pípu sinni.
»Nei, hún var hrein, eins og guðs engill*, hélt hinn áfram.
Það erum við, þú og ég, sem erum sekir. Hlustaðu nú á
mig. Það eru fjörutíu og þrjú ár síðan. Þú hafðir fengið höf-