Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN SKRIFTAMÁL Á NVÁRSNÓTT 351 þykka bók um ódauðleika hugsjónanna. — Þú varst aldrei sérlega hrifinn af því verki. Nú stendur mér líka á sama um það, síðan hún dó. Allar hugsjónir veraldarinnar eru mér nú einskisvirði. »]á, hún var góð kona«, sagði eiginmaður hinnar fram- liðnu. »Hún sýndi mér mikla umhyggju. Þegar ég þurfti að fara út klukkan fimm að morgni til starfa, var hún altaf komin á fætur á undan mér, til þess að sjá um morgunkaffið. Auðvitað hafði hún sína galla. Svo sem eins og þegar hún fór að rökræða við þig — hm«. »Þú skildir hana aldrei«, tautaði hinn í hálfum hljóðum, og það komu einkennilegir drættir um munninn, sem vottuðu um leynda beiskju. En úr augum hans lýsti viðkvæmni og hrygð, er hann horfði á vin sinn. Það var eins og einhver dulin sektarmeðvitund þjakaði sál hans. Eftir nokkra þögn mælti hann aftur: »Franz, ég þarf að segja þér nokkuð, sem lengi hefur legið á mér eins og farg. Ég vil ekki taka það með mér í gröfina«. »]æja, leystu frá skjóðunni«, sagði húsráðandi um leið og hann tók löngu reykjarpípuna, sem stóð upp við ruggustólinn. »Það kom einusinni dálítið fyrir — á milli konunnar þinnar og mín«. Húsráðandi lét reykjarpípuna falla á gólfið og starði á gest sinn galopnum augum. »Vertu ekki að gera að gamni þínu, doktor*, sagði hann að lokum. »Mér er bláköld alvara, Franz«, anzaði hinn. »Ég hef geymt þetta með sjálfum mér öll þessi fjörutíu ár, en nú er hver síðastur að gera upp við þig. »Áttu við það, að konan mín heitin hafi verið mér ótrú?« hrópaði húsráðandi gremjulega. »Skammastu þín, Franz«, sagði vinur hans, og aftur lék þetta hlýja bros um varir hans. Gamli hermaðurinn tautaði eitthvað í skeggið og kveikti í pípu sinni. »Nei, hún var hrein, eins og guðs engill*, hélt hinn áfram. Það erum við, þú og ég, sem erum sekir. Hlustaðu nú á mig. Það eru fjörutíu og þrjú ár síðan. Þú hafðir fengið höf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.