Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 87
eijireiðin
GRÓF JAKOBS
73
hófst í dagrenningu, og að henni lokinni las kardínáli upp
aflausnarboðskap sinn, og fengu pílagrímárnir síðan að skoða
dýrgripi stólsins og helga dóma. Eftir guðsþjónustuna gengu
þeir i búðirnar í grendinni og keyptu eftirliliingar af skeljum
ur blýi, tini, kopar eða öðrum málmum, en þeir fjáðustu fóru
í verzlanirnar við Plateríashliðið og keyptu þar allskonar
minjagripi úr gulli og silfri setta gimsteinum og litgreypta
nieð smelti. En skeljar eru teiknaðar á skjöld Jakobsriddar-
anna. Bygðist það á þeirri þjóðsögu, að einn göfugur aðals-
niaður, er fylgdi líkama postulans til Galisíu, hafi ekki fengið
flutning yfir árósa nokkra, sem tálmuðu för hans á eftir hin-
um helga dómi, og hafi hann þá sundriðið ósinn, en þegar upp
ur kom liinumegin, voru bæði hann og fákur hans alþaktir
skeljum.
Það sem pílagrhnunum þótti annars mest til koma í Kom-
Postela, að undímtekinni gröf postulans, voru helgileikir þeir,
sem sýndir voru undir súlnahvelfingum dómkirkjunnar, helgi-
óansar, hátíðlegar skrúðgöngur, svo og rómansar þeir um líf
°g starf Jakobs postula, sem innblásin alþýðuskáld lásu upp
e®a sungu til sönnunar guðrækni sinni og jafnframt til að
hagnast á ferðamönnum. Pílagrímarnir komu oft hlaðnir gjöf-
UIT1 til stólsins. Og þegar þess er gætt, hve geysilegur fjöldi
heimsótti staðinn fram til endaloka miðalda, er skiljanlegt, að
lúskupsstóllinn í Kompostela hefur á þennan hátt komist yfir
ot fjár, enda gerðu Spánarkonungar oftar en einu sinni á-
rangurslausa tilraun til að sölsa auðæfi hans undir sig.
Heitgöngur sem þessar voru í þá daga mjög erfiðar og hættu-
Iegar. Þurfti bæði áræði og hreysti til að standa þær af sér.
Jafnvel í Þýzlíalandi var litið á heitgöngu vestur til Santiago í
Kompostela sem ferðalag á heimsenda. Enda heitir síðan vest-
asti höfði Galisíu Finisterre, þ. e. endimörk jarðar. Sanit sem
aðm- var trú manna svo lifandi, löngunin svo sterk að sjá
§röf postulans, fá þar fullnaðarkvittun fyrir drýgðar yfirsjónir
°g vinna þar heit sín um bætt liferni, að margir syndaselir i
n°rðlægum löndum áttu ekki heitari óslc en þá að sjá þessa
'°n sína rætast.
Ekki væri þó til öllu meiri fjarstæða en það að halda, að
athr þeir, sem gengu „vestur til Jakobs“ væru iðrandi synd-