Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 22

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 22
174 NÚTÍMABÓKMENNTIR FINNA EIMREIÐIN nefndi þáttur liennar liafi eftir stríðið orðið greinilega sterkari- Enda þótt frjálst ljóðform liafi unnið sér hefð á þriðja tug aldar- innar og margir liafi lagt stund á það, þá nota öll merkari Ijóð- skáld okkar bæði kveðandi og rím. Meðal þeirra, sem nota frjálst ljóðform, ber að nefna Viljo Kajava (f. 1909), sem dvaldist lengi í Svíþjóð eftir stríðið og hefur orðið fyrir áhrifum m. a. frá skáld- um þessa áratugs. En hann kom á árunum eftir 1930 frarn sem nútímaskáld af lífi og sál, fyrst sem öreigaskáld með ríka stéttar- meðvitund og síðan, er hann hafði yfirgefið róttæku stefnuna, sem snjall og næmur atliugari á mannlegu eðli og náttúrunni. Sú háðslega efagirni, sem birtist í kveðskap lians, hefur í seinni tíð magnazt, en jafnframt hafa Ijóð hans fengið á sig aukinn ytri glæsibrag. Sé lítið um félagshyggju í finnskri Ijóðlist, þá verður finnska skáldsagan ekki sökuð um slíka vöntun. Sterkan félagslegan grunntón er t. d. að finna í verkuin Nóbelsverðlaunahöfundarins F. E. Sillanpáa (f. 1888). Hann liefur unnið ritstörf sín að mestu á fyrri áratugum, en hann kemur eimiig nú, eftir að Iieilsa lians bilaði, við og við fram í bókmenntalífi voru og sendir frá sér blæríka þætti, sem eru byggðir á endurminningum hans. Við at- liugun á honum verður maður að líta um öxl, en eigi að síður ber lionum tignarsætið í bókinenntum Finna. Hann er vafalaust snjallasta söguskáld sjálfstæðistíinans, ef til vill mestur eftir að Aleksis Kivi leið. Þjóðfélagsleg viðhorf hans eru tengd hinuni líffræðilegu, og yfirburðir lians koma fram bæði í lýsingum á mönnum og náttúrmini. Á Ijóðrænan hátt saineinar hann þessar tvær liliðar frásagnarinnar óaðskiljanlega, og segja má með réttu, að liann lýsi ekki aðeins manninum og náttúrunni, heldur sjálfu lífinu í heild, eins og það kemur fyrir við barm náttúrunnar. Nóbels-bók Sillanpáás er talin vera skáldsaga lians, „Nuorena nukkunut“ (Æskan og svefninn, 1931), sem náði heimsfrægð- Þessi sálfræðilega ljóðræna skáldsaga, um stutta ævi hinnar finnsku Gretclien,1) var þó ekki sýnishorn af sögusnilld Sillanpaás eins og liún er bezt. Skáldsögurnar „Hurskas kurjuus“ (Heilög eymd, 1919) og „Mielien tie“ (Braut mannsins, 1932) standa henni vafalaust framar. Hin fyrrnefnda er gagnyrt frásögn um örlög sveitaröreiga nokkurs, en jafnframt mikilfenglegt menn- 2) Sbr. Faust Goetlies.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.