Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 42

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 42
EIMREIÐIN Vestan hvitra fjalla. Ef finnst þér götur borgarinnar þyngja þína lund og þröngt vera um sál og hugsun alla, — þá mundu, að þín bíða hin bláu, lygnu sund á breiðum firði vestan hvítra fjalla. Þar æðarfuglinn kyrrlátur á vogi vaggar sér í vestanblæ um heiðan ágúst-daginn, og frjóar hlíðar dalsins breiða faðminn móti þér, — þú finnur þar í skjóli gamla bæinn. Þú finnur litlar tóftir í túnfætinum þar og týndar hjarðir kúskelja og horna, því hér er það sem æsku þinnar óðal forðum var í anganhvömmum bjartra sumarmorgna. Ef vinum þínum fækkar og förlast gæfuleit og fjarlægt enn til þinna vonahalla — þá mundu, að þín bíður hin bjarta, víða sveit hjá breiðum firði vestan hvítra fjalla. Ragnar Jóhannesson. Heim til þín. Hve löng hver stund og langur dagur hver, sem líður fjærri þér, sú ósk: að komast aftur heim til þín veit engin bönd — er sterkust löngun mín. Hver heiði er löng, er frá þér burt ég fer, hver ferð er stutt þá ég á heimleið er, og þýðari hver bylgja, blárri sær, er ber mig fley þér nær. Ég fegins hendi dyrustaf þinn strýk og staldra snöggvast áður en hurð upp lýk, það er svo gott að fá að fagna því að finna þig á ný. J Ragnar Jóhannesson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.