Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 77

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 77
eimreiðin ÞEGAR ÞURRKURINN KOM 229 Halldór skýzt út í hrákalt kul ágústnœturinnar, staðnæmist ekki fyrr en á brún fjallsins, kallar. 1 rómi lians er sár örvænt- ing og botnlaus einstæðingsskapur. „Nú er ég alveg grallaralaus. Hvers vegna flutti Halldóra sig í tjaldinu? Hvers vegna vafði hún mig örmum? Hvers vegna kyssti hún mig? Ég skil það barasta ekki, lagsi, að stelpuskjátan skyldi serast, þegar ég fór að skrafa um ástina! Hvað vildi kvenmaðurinn barasta?“ Áttin er að verða rakin. Vestanvindurinn, þurr og svalur, andar á vatnsblaut stráin og blæs þokunni burt. Dagurinn, sem 1 bönd fer, verður fagur og sólríkur. Öropinn. Haföldur hnigu að ströndum. 1 heiðblámann upp ég steig, sem barn að móður barmi að brjóstum himins ég hneig. En andinn, sem ofar jörðu um uppheimana leið, leit jörð hinnar myrku moldar, moldar, sem dropans beið. bá kallaði jörðin: — Kom þú, k°m og lífdrykk mér veit. Breyt auðnum og eyðimörkum í Edens blómareit. Eg dauðans leit dimma grímu, er dró hún mig niður til sín. bá dropans endaði ævi, en öll varð jörðin mín, bví heimsins göfga hjarta ég heyrði í moldinni slá. Og veröld blómanna birtist blikandi vötnum hjá. Ég var döggin, sem drýpur niður á dropanna alþjóðaveg og féll út i móðuna miklu, og móðan — hún varð ég. En elfan varð hljóð og hnípin, er hafdjúpsins nálgaðist strönd, og dreymdi myrkvaða drauma um dauðans óskaiönd. En úthafið vafði mig örmum, og útlaginn hneig í þess skaut, upphafið fyrsta — og endi á allífsins segulbraut. Nú veit ég, að dropinn og döggin, sem dauðans óttuðust veg, og elfan og „eilífðar útsær“, allt er hið sama--------------ÉG. Gunnar Dal,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.