Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 16
EIMREI3IN Þrjú alriði úr hálfrar aldar íslandssögu. Með þessu ári lýkur fyrri helmingi hinnar tuttugustu aldar, þeirrar, sem nú telur tvær heimsstyrjaldir innan sinna tímatak- marka, stórkostlegri hyltingar og breytingar í tæknilegum efnum en nokkurt annað jafnlangt tímabil sögunnar og meiri sigra yfir tálnnmum tíma og rúms en dæmi eru til áður. Sú kynslóð, sem nú er fulltíða, man hve miklar vonir voru tengdar við aldamótin síðustu liér á landi, að því er snerti aukið sjálfstæði og bættan liag þjóðarinnar. Hún man fögnuðinn og hátíðaskapið, er nýja öldin gekk í garð. Skáldin ortu eldlieit hvatningarljóð. Einar Benediktsson hoðaði þjóðarvakningu: „Á aldarinorgni skal risið af blund“. — Máttugri lierhvöt var engri þjóð í evru kveðin en sú, er liann flutti í aldamótaóði sínum: „Öltl! kom sem bragur með' lyftandi lag og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag. Lát oss tómlæti í tilfinning snúa, í trú, sem er fær það, scm andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Að clska, að finna æðanna slag, að æskunni í sálunni blúa, það bætir oss meinin svo heimurinn blær, svo böllinni bjartar skín kotungsins bær. Sjálft bugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“. Slíkur var allur andi þessarar brýningar. Og önnur góðskáld vor tóku í sama streng. Þau boðuðu bétri tíma með komu hinnar nýjti aldar. Og nú er liún senn hálfnuð, þessi sama öld, sem með komu sinni kveikti svo margan vonarneista vaknandi þjóðurn, ekki sízt vorri.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.