Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 84

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 84
72 RITSJÁ EIMREIÐIN auðvelt er að ganga úr skugga 11111 fyrir alla, sem vilja snúa sér beint til fólksins, í stað þess að byggja á dóntuni einstakra grunnfærra fræði- nianna. Ef kveða ætti á um það, livaða skáld íslenzk, setn stóðu á liátindi frægðar sinnar um og eftir aldamótin síðustu, befðu enn mest ábrif bér á landi, myndi dómur almennings verða: Einar Kvaran í óbundnu, en Matthías og Einar Benediktsson í bundnu máli, að öllum hinum ólöst- uðum. En um skáblskap Matthíasar og E. B. ritar höf. af góðum skiln- ingi í þessum kafla. I IV. kafla, sem böf. befur ein- kennt með fyrirsögninni „Længsel mod Norden og Europa“, er lýst ís- lenzkum böfundum, sent ritað bafa á dönsku, norsku og þýzku, svo sent Jóhanni Sigurjónssyni, Gunnari Gunn- arssyni, Kristmanni Guðmundssyni og Nonna (Jóni Sveinssyni), en einnig íslenzkri leikritagerð og nokkrum unglingasagnaböfundum. Fyrirsögn kaflans er því dálítið villandi. En næst tekur við kafli um íslenzk al- þýðuskáld, þar sem rímnaskáldin skipa heiðurssætið og hljóta verðugt lof, og síðan annar um þróun skáld- sagnagerðar í íslenzkum bókmennt- um frá því um 1850. Ræðir í þeini kafla um höfundana Torfhildi Hólm, Jónas Jónasson, Þorgils Gjallanda, Jón Trausta, Guðmund Friðjónsson, Tbeódór Friðriksson, Jakob Thorar- ensen, Kristínu Sigfúsdóttur, Huldu, Þóri Bergsson o. fl. Gerir höf. sér far um að sýna sögulega samliengið milli alþýðuskáldskaparins og liinnar opinberu bókmenntaframleiðslu síð- ustu ára, tneð' þeint hliðarstökkum frá hinum þjóðlegu og sérstæðu ein- kennum, sem greina má í þessari framleiðslu. En um þau hliðarstökk eru fjallað í VII. kafla, undir fyrir- sögninni: Nye Tiders korstogsbevœg- elser. Þessi síðari tíma krossferðaum- brot, sem höf. nefnir svo, eru að vísu að verða „gamlar lummur“, seni farið er að slá í. Vér finnum myglu- lyktina úr þeim öðru hvoru. Þær eru nýjar tim og eftir tímabilið 1914—18, er fyrri heimsstyrjöldin lagði svo mörg verðmæti í rústir. Uin þetta fyrirbrigði kemst höf. svo að orði (bls. 135): „Vér sjáum þau í við- leitni „expressionismans“ til að róta hinu fagra og ljóta saman í einn lirærigraut. Og eftir að þessi „ismi hafði ofreynt sig á að sýna meiri andans verðmæti en hann átti til og sprungið í loft upp eins og sápubóla, varð ekkert eftir nema flatneskjuleg ásýnd efnishyggju-heimspekinnar, glottandi framan í þreyttan vegfar- anda, lýsandi listina sem livert ann- að skarn á mannfélagsins haug. Undir nákaldri járngrímu þessarar heims- hyggju, sem nefndi sig menningar- þróun, brann fyrirlitningin á öllum trúarlegum og þjóðleguin verðmæt- um“. í þessu umhverfi er það sem fyrstu árekstrarnir verða milli þjóð- legrar menningar og hins aðflutta lífsviðhorfs frá fyrstu árunum eftir vonbrigði fyrri beimsstyrjaldarinnar. Það er Þórbergur Þórðarson, sem fyrst kveður sér liljóðs sem fulltrúi expressionismans í íslenzkum bók- menntuin eftirstríðsáranna 1918—- 1930, og lýsir liöf. í þcssum kafla rit- ferli ltans og hinna annarra express- ionistisku og konmiúnistisku höf- unda, þeirra Halldórs Laxness, Jó- hannesar úr Kötlum og svo smærri spámönnunum Gunnari Benedikts- syni, Halldóri Stefánssyni, Steini Steinarr, o. fl. Um skáldrit Laxness ritar höf. af samúðarkenndri, en með köflum hvassri gagnrýni, og kemst

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.