Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 52
EIMREIÐIN Úr endurminningum r Arna S. Mýrdal. [Höfundur þessa þáttar, Árni S. Mýrdal, Point Roberts í Washingtonríki vestur á Kyrrahafsströnd, er fæddur á fslandi árið 1872, en fluttist kornungur með foreldrum sínum til Vesturheinis og liefur átt heima á Point Roberts síðan árið 1894. Um liann er grein í Eimreið 1939, bls. 213—217. Ritstj-!• Foreldrar mínir komu með fjögur börn til þessa lands — þrjar dætur og einn son. En ekki voru full tvö ár liðin, þegar þrju þeirra voru komin undir græna torfu. Vorum við fyrsta veturinn á Gimli í Nýja-lslandi. Um liaustið gaus upp bólusýki, er gekk sem logi yfir akur um byggðina. Fengum við börnin sýkina, en foreldrar okkar ekki. Anna, bartnær tveggja ára að aldri, dó af afleiðingum veikinnar. Vorið 1878 geisar mjög skæð skarlats- sótt víðs vegar um nýlenduna. Vorum við þá á Víðimýri í Ámes- byggð, ef mig minnir rétt. Lagði þessi sýki, eins og bin fyrrl’ okkur bömin í einelti. Fyrst veiktist Valgerður, því næst Sigríðuf og svo ég. Báðar systur mínar dóu. Mér mun seint líða úr minni dánardægur Sigríðar. Hún var elzt okkar barnanna. Lét mamma liana því oft gæta okkar liinna, sérstaklega mín, því ég var bæði ódæll og einráður. Var ég næstur benni að aldri. Mamma bafði veitt því eftirtekt, að ég lét ávallt viljuglega að orðum liennar. Orsökin til þess var sú, að liún ávítti mig aldrei eða þústaði, en fékk mig til með góðu að láta af þvb sem ég átti ekki að gera. Var liún og mjög orðheldin. Þótti mer því innilega vænt um liana. Hún var og eftirtakanlega sanngjörn í umgengni og notaði sér aldrei aldursmun sinn, þegar bún var að leikum með yngri börnum. Faðir minn átti mjög brýnt erindi að reka í Winnipeg. Var móðir mín því ein lieima með börnin, þegar bér er komið sögu- Þegar við erum börn, komumst við að ýmsum niðurstöðum fremur af því, sem fyrir augun ber, en af skynsemisályktunum. Vitanlega vissi ég ekki á bvaða stigi að sjúkdómur Sigríðar var. En ég sá glöggt, að svipur móður minnar, síðari liluta dagsins,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.