Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.01.1950, Qupperneq 18
6 ÞRJÚ ATRIÐI eimreiðin hálfu öld. Um 1900 átti aðeins hluti landsmanna heima í kaupstöðum og kauptúnum, en % hlutar í sveitum. Nú eru þessi hlutföll að snúast við, þar sem meira en % lilutar landsmanna eiga nú heima í kaupstöðum og kauptúnum, en aðeins tæpur Ys liluti í sveitum. Líkur benda þó til, að þessi öfugþróun hafi nú náð liámarki og við taki fjölgun í sveitum, en fjölgun í bæjum minnki að sama skapi. Vér komum nú að öðru atriði þessa máls: sjálfstæðisbarátt- unni á fyrra helmingi aldarinnar og áföngunum á þeirri braut. Um síðustu aldamót var bæði framkvæmdavaldið og hluti lög- gjafarvaldsins lijá dönskum konungi, sem sat í öðru landi. Kon- ungur gat þó þá ekki lengur gert allt að lögum á Islandi, sem honum þóknaðist, lieldur varð samþykki alþingis að koma til. Konungur gat þá heldur ekki breytt lögum frá alþingi. Hann varð annaðhvort að samþykkja þau óbreytt eða neita þeim um staðfestingu. Hann gat að vísu gefið út bráðabirgðalög, þegar sér- staklega stóð á, en þau varð alþingi að samþykkja, til þess að þau hefðu gildi. Sérstakur ráðgjafi fór með framkvæmdavaldið fyrir Island, við hlið konungi úti í Kaupmannahöfn, en lands- höfðingi fór með æðsta valdið innanlands á ábyrgð þessa ráð- gjafa. Á engu hálfrar aldar tímabili í sögu Islands síðan á landnáms- öld liafa orðið eins stórfelldar hreytingar í íslenzkri stjórnskipan eins og síðan um aldamótin 1900. Með stjórnskipunarlögunum fyrir Island frá 3. október 1903 varð sú breyting á framkvæmda- stjórn landsins, að Islandsráðlierra skyldi vera búsettur hér á landi, tala og rita íslenzku og eigi hafa annað ráðherraembætti á liendi. Hann skyldi og eiga sæti á alþingi og bera ábyrgð fyrir því. Þetta var stórt spor í sjálfstæðisáttina, en fleiri umbætur fóru á eftir. Ákvæðið um, að málefni Islands skyldu borin upp fyrir konungi í ríkisráði Danmerkur, svo sem stóð í stjórnlög- unum frá 1903, var fellt niður með stjórnskipunarlögunum frá 1915, eftir langar og liarðar deilur. Þá skyldi og konungur vinna eið að stjórnarskrá landsins, og ýmsar fleiri breytingar til bóta voru þá gerðar. Með konungsúrskurði 22. nóvember 1913 var Islandi veittur réttur til sérfána. Og með sambandslögunum frá 1. dez- ember 1918 tók ísland upp allsherjarfána, enda var með þeim fullveldi landsins orðið óvéfengjanlegt. Var um fánann og sér-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.