Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 19

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 19
EIMREIÐIN ÞRJÚ ATRIÐI 7 8takt skjaldarmerki íslenzka ríkisins gerð ákvörðun meS kon- ungsúrskurði 1919. Ýms ákvæði voru þó í sambandslögunum frá 1918, sem illa samrýmdust fullveldi landsins. Danmörk átti t. d. fara með utanríkismál vor og annast landhelgisgæzlu liér við land. Hæstiréttur Danmerkur hafði og enn æðsta dómsvald í ís- lenzkum málum. En með lögum um hæstarétt frá 6. október 1919 tóku Islendingar æðsta dómsvaldið í sínar hendur. Þeir tóku og Irátt að annast landhelgisgæzluna og liöfðu í reyndinni tekið í>ana að mestu leyti í sínar hendur, er síðari heimsstyrjöldin (1939—1945) brauzt út. Um utanríkismálin var svipað að segja. Hg eftir að styrjöldin hafði slitið öllu sambandi milli ríkjanna, komust þessi mál af sjálfu sér algerlega í hendur íslenzkra stjórn- arvalda. Ný stjórnarskrá konungsríkisins Islands kom til framkvæmda 1- janúar 1921 og hélt gildi með nokkrum brevtingum til 17. júní 1944, að konungssambandinu var slitið við Danmörku og lýðveldi stofnað að Þingvöllum. En með lýðveldisstofnuninni að Þingvöll- Urn 17. júní 1944 gekk í gildi ný stjórnarskrá, til bráðabirgða, og stendur enn yfir undirbúningur að varanlegri stjómskipan hins endurreista þjóðveldis, en miðar hægt áfram. Má þann seinagang réttlaeta með því einu, að vel þurfi að vanda það, sem vel og lengi eigi að standa, og er vonandi að sú verði hér reyndin. Á alþingisfundi þeim, sem haldinn var að lögbergi á Þingvöllum l^- júní 1944, var, jafnframt gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins, kosinn fyrsti forseti þess, Sveinn Bjömsson, áður sendiherra Is- lands í Kaupmannaliöfn og ríkisstjóri Islands á tímabilinu 17. júní 1941 til 17. júní 1944. Við stofnun lýðveldisins nutu Is- londingar dýrmætrar aðstoðar Bandaríkjamanna og Breta. Mestu máli skipti þó einhugur sá, sem lýsti sér við þjóðar- atkvaeðagreiðsluna um niðurfellingu sambandslagasamningsins og stjómarskrá lýðveldisins, sem fram fór dagana 20.—23. maí 1944. Þá sýndi þjóðin, að hún gat staðið saman um sjálfstæði sitt. Því Urslitin urðu þau í atkvæðagreiðslunni um sambandsslitin, að 98,61% af öllum kjósendum í landinu neyttu atkvæðisréttar síns °g af þ eim, sem greiddu atkvaéði, sögðu 97,35% já, en aðeins 0,52% nei, en auðir og ógildir seðlar voru 2,13%. Svipuð voru Ul-slitin í atkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá hins nýja lýðveldis.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.