Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 25

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 25
eimreiðin ÁST 13 nam staðar, undir brekku einni, þar sem steinn liafði oltið niður á veginn og farþegar fóru út, þá hljóp stúlkan í einuni spretti UPP brekkuna, beið þar uppi og litaðist um á meðan við vorum að velta bjarginu út af veginum. Engin veik manneskja liefði lilaupiS þennan erfiða sprett upp snarbratta brekku. Það var eins og dálítið lifnaði yfir benni fyrst í stað, en fljótlega grúfði sania alvaran yfir lienni. Mér datt dóttir mín í bug. Hún var á líkum aldri og þessi stúlka. Dóttir min var ef til vill glaðvær og léttlynd um of stundum, — jæja, ég kunni samt betur við lielzt ^il mikla gleði ungs fólks en þunglyndi og alvöru. Döpur æska er óeðlileg, eins og frost og snjókoma um Jónsmessu á vori. Aum- ingja stúlkan! Þetta umkomuleysi hennar var skuggi, sem ekki einungis bvíldi yfir hénni, lieldur einnig yfir mér, af því að ég sat nærri henni. Tvisvar eða þrisvar ávarpaði ég liana glaðlega, bún leit á mig, svaraði kurteislega, róleg og með öllu ófeimin. Nei, bún var livorki feimin eða vandræðaleg. Eitthvað annað var að. Eftir langan og væran svefn, fyrstu nóttina á prestsetrinu, mjög góða máltíð og blund eftir hádegið, gekk ég með veiðistöng mína nt að ánni, sem rann niður úr dal einum skammt frá túninu. Það var lítil á; öllu lieldur stór lækur. Ég fór hægt og rólega að Ölhi, því ég liafði einsett mér að livíla mig fyrst og fremst, þessa 'inga, liafði unnið mjög mikið lengi vetrar og vors, varla komið uh að heitið gat. Nú var því verki lokið, handrit mitt komið í prentsmiðjuna. Ég bafði mann til þess að pæla gegnum fyrstu próförk, en ég vissi, að ég þurfti einnig að líta yfir örkina. En gömul reynsla liafði kennt mér, að fáeinir dagar í sveit er betri bvíld en mánuður í borginni. Ég kveið engu og var í bezta skapi, kunni ágætlega við mig þarna, lijá ókunnugu en alúðlegu fólki. Presturinn varð að fara, þá um morguninn, langt út í sveit, í embættiserindum. Þótti mér það ekkert verra, því þá var næðið ennþá betra. Því fór þó fjarri, að liann væri óþægilega mál- gefinn, þessi notalegi maður. Hann þjónaði tveimur prestaköll- Ulu og hafði því nokkuð mikið að gera. Nú ók hann sjálfur jepp- auuni, og konan lians fór með honum. Það var jarðarför, og gerðu lijónin ekki ráð fyrir að koma heim aftur fyrr en seint um kvöldið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.