Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 27
EIMREIÐIN ÁST 15 fyrir vinsemdina, skólastjóri! Ég lief oft lieyrt yðar getið og þykir vænt um að liitta yður. — Háaland er liér rétt fyrir utan liæðina, sagði liann og benti í áttina þangað, — ég bý þar, sjáið þér, hef sjálfur dálítið bú, meira til gamans en gagns. En ég rek ekki skólabúið. Ég fer ekki út fyrir takmörk þekkingar niinnar og menntunar, ég er ekki búvísindamaður, aðeins skólamaður. — Þér hafið veitt vel. '— Já, sæmilega, sagði ég, — því ég get trúað yður ftrir því, að ég er enginn veiðimaður, bæði óvanur og ólaginn. '— Þér segir það, sagði skólastjórinn, — en þér kunnið samt að velja flugu. Þetta er einmitt rétta flugan, sem þér notið. Jú, eS sá, að þér eruð fremur óvanur að kasta flugu, en ég sé líka, að þér komist á lag með það. Þér eruð efni í ágætan veiðimann. '— Ég þakka yður fyrir, sagði ég, en það var alveg óvart, að Þér sáuð til mín. Hefði ég átt von á, að þaulvanur og lærður veiðimaður stæði bak við mig og liorfði á mig, þá liefði ég varla gefið honum tækifæri til að skemmta sér á minn kostnað. En eg tók ekki eftir því, að þér komuð. Ég bið yður afsökunar, sagði hann, — en þér hafið ekkert a3 skammast yðar fyrir. Þótt ég sé kannske slyngari veiðimaður °S skólamaður en þér, þá er það ekki nema lítið upp í alla þá yfirburði, sem þér liafið fram yfir mig að ýmsu leyti. En látið mig ekki ónáða yður lengur. Víst væri gaman að sjá yður, ef bér mættuð vera að því að ganga út fyrir hæðina einhvern dag- inn, sem þér dveljið liér. Kannske þér liafið gaman af að sjá skólann okkar? Já, ég sé, að þér eruð ekki þaulvanur veiði- niaður, — nieð leyfi, hvað kostar veiðiréttur í þessari ársprænu ^já séra Sigmundi? Ég tók silungana og lagði af stað upp með ánni. Þessi kunn- mgi minn, skólastjórinn Ragnar Víglundur, fylgdist með mér, enda þótt ég hefði kinkað til lians kolli og þakkað fyrir gott ^°ð, brosandi og alúðlegur. Hann talaði liægt, maðurinn, eins °g hann væri að vega hvert orð, og tók málhvíldir. Nú þagði hann íbygginn, rölti við lilið mína. Ég þagði líka, sá ekki ástæðu Þl að svara Þessari síðustu spurningu lians. Þér þekkið kannske séra Sigmund frá því áður ? sagði liann loks.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.