Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 32

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 32
20 ÁST EIMREIÐIN allveglegt stórbýli, og fór vel í grænu og blómlegu dalverpi moti suðri. Ragnar skólastjóri tók inér blíðlega. Hann var hunangs-sætitr í máli og sýndi mér skólann. Einnig sýndi liann mér íbúðarbus sitt og það sem þar var innanstokks, þar á meðal konu sína, sem liann liafði fengið þá um vorið, mjög laglega stúlku, en nokkuð frekjulega á svip, mjög ólíka hinum liægláta og spekingslega eiginmanni sínum. Svo gekk ég heimleiðis, og skólastjórinn fylgdi mér. Þrátt fynr alúð og gestrisni féll bann mér ekki í geð, þessi seinmælti, feiti maður, sem alltaf var að tala um sjálfan sig. Enda þótt mér þyki mjög fróðlegt að lieyra fólk tala um sjálft sig og liafi oft gaman af því, þá gerði þessi maður það á þann liátt, að það var leiðin- legt. Hann komst seint að efninu, vafði utan um það óendanlegri flækju af umbúðum. Að lokum vissi maður varla um hvað liann var að ræða. Sjálfselska hans var mikil. Það var augljóst. Hitt virtist nokkurn veginn víst, að hann var mikill matmaður, og liann borfði þannig á konuna, að það duldist ekki, liversu konur voru lionum liugljúfar. Ég átti minn grun um það, — en ekkert af þessu var þó þannig, að það liefði vakið lijá mér andúð a manninum. Nei, það var þetta loðmollulega, væmna, smeðjulega viðmót, sem kvenfólkinu fannst efalaust aðlaðandi, — en ekki mér. Ég þekkti þessa menn, sem líkir eru Ragnari skólastjóra, en ég bef aldrei fengið að vita, af liverju konur dragast að þeim- Það er eitt af því óskiljanlega í sálarlífi þeirra. Ég gefst upp við að skilgreina ]>að á fræðilegan bátt. Skólastjórinn gekk með mér alla leið heim að prestsetrinu. Úr því sem komið var þótti mér það gott. Smáeygur, varaþykkur, rauður og bólugarfinn í andliti, seinn í máli, ekki lieimskur, en treggáfaður, — svo ótrúlega alúðlegur og vingjarnlegur, — liann dæluna ganga. Þrátt fyrir einhverja velgjulega leiði við nálægð hans varð þó, í eina röndina, ekki bjá því komizt að verða lilýtt til lians. Þegar við komum í lilaðið, kom dóttir prestsins fyrir húsbornið, beint í flasið á okkur. Ég gaf henni nákvæmar gætur. Hún roðn- aði mjög, en náði sér fljótt, kom til okkar og lieilsaði. Augu hennar Ijómuðu, er liún borfði á skólastjórann, en honum brá Iivergi. Hann kvaddi mig skyndilega og formálalaust með handa-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.