Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 39

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 39
EIMREIÐIN HYAÐ HEITIR MAÐURINN? 27 ekki við manntalið 1703, en þau nöfn mega nú algeng teljast. Er mér ókunnugt, að þau hafi tíðkast frá fornöld hér á landi fyrr en á 18. og 19. öld. Ingólfs nafn mun hafa þeirra fyrst verið öotað, líklega á síðasta tugi 18. aldar, sennilega í Húnaþingi, — Itigólfur eldri á Stóruborg. Ag nars nafn kemur líka þar til sögu fyrir eða nálægt miðri 19. öld og einnig Ragnars nafn um 1870. ^laetti því hyggja, að Húnar væru mjög fornlyndir í mannanafna Vali, en ekki hef ég trú á því, Þótt vitanlega finnist meðal þeirra nófn, sem lítt eða ekki munu kunn annars staðar á landinu, en nauniast munu þau mörg. Ekki fæ ég um það sagt, liverir lands- tnenn eru þar fremst í flokki. En samkvæmt manntalinu 1910 8tanda Þingeyingar framarlega með upptöku fornaldarnafna. kkenii: Glúmur, Skúta, Grani, örn, Völundur, Heiðrekur, Snær, Hermóður o. fl. En jafnframt því liafa þeir fóstrað ekki allfá skrípanöfn eins og aðrir. Dæmi: Gaston, Gladstone, Parmes, Valves o. m. fl. Agnar, Ragnar og Ingólfur urðu tízkunöfn (og eru) á sínum úinum, og er aðeins gott um það að segja, því nöfnin eru falleg °g fræg í fornum sögum. En góð nöfn geta líka orðið hversdags- leg við ofnotkun, og augu og eyru vilja gjarna nýtt sjá og lieyra jafnvel þótt máltæki segi, að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Tilbreyting er jafnan skemmtileg í mannanöfnum. Því er t. d. Magni Ragnarsson og Haddur Oddsson fegri nöfn og svipmeiri en Magni Magnason og Haddur Haddsson. Fyrir rúmri hálfri öld var því spáð, af vitrum og völdum nianni, að karlmanns nafnið örn yrði aldrei framar notað, enda 'ajri orðið nú kvenkennt. En hvað gerðist? Litlu síðar var nafnið tekið í notkun eftir svo sem 5 alda hvíld, lifir nú góðu lífi víðs Vega um land og víst eigi síður fjölnefnt en á söguöldinni. Og hetta gerist á sama tíma sem íslendingar liefja berserksgang að utryina erninum, þeim, sem liér liefur lengi átt heima, rýma lionum, að fróðra manna sögn, úr síðasta hæli hans í heimi þess- um- Þetta eru óskiljanlegar andstæður og undarleg tákn illra tíma. Það er staðreynd, að margir þurfa leiðtoga í nafnavali sem óðru. Því er nóg, ef skáldin velja söguhetjum sínum lialdgóð nöfn, þótt sérkennileg séu. Þau koma von bráðar fram í veru- leika. Ætla ég, að Gunnar Gunnarsson sé þar brautarstjóri. I

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.