Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Síða 54

Eimreiðin - 01.01.1950, Síða 54
42 ÚR ENDURMINNINGUM eimreiðin Það var komið undir morgun, en þó enn ekki farið að birta. Ég vakna með andfælum og liræðslu. Rétt í þeim svifum keniur pabbi, klappar mér á kinnina og segir, að ég skuli ekki vera hræddur, þó að mamma sé nú veik, því lienni muni fljótt batna aftur. Litlu síðar heyri ég barnsgrát. Kemur nú pabbi bráðlega aftur og segir, að ég eigi mi ofurlítinn bróður og að mömmu líði mikið betur. En lítið var mér um þenna nýja meðlim fjöl- skyldunnar í fyrstu, mest fyrir þá sök, að koma bans skyldi orsaka veikindi móður minnar. En tilfinning sú bvarf brátt. Upp ffa þessari stundu varð það æ meir og meir lilutskipti mitt að ann- ast um og vera með önnu litlu. Var því ekki að undra, þegar tímar liðu fram, að okkur lærðist að þekkja innsta eðli livors annars. Við áttum óvanalega vel lund saman. Ég minnist ekki, að okkur sinnaðist nokkurn tíma, þegar við vorum að alastnpP’ eða að við hefðum andstæðar skoðanir um þá hluti, er mikils- varðandi voru. Vorið 1880 fórum við alfarin frá Nýja-lslandi til Norður- Dakota og settumst að í bænum Pembína (bærinn dregur nafn sitt af trönuberjunum, sem þar uxu óræktuð á árbökkunum- Nafnið er indíánskt). Faðir minn og Ólafur Ólafsson frá Espi- bóli byggðu timburkofa í félagi í suðurbluta bæjarins, er þeir bjuggu svo í um liríð. Um tveim árum síðar lét pabbi smíða gott og vandað, tvílyft, íveruhús fyrir norðan Pembína-á, er stóð við aðalgötuna (Cavalier Street). 1 þessu húsi fæddust tvaer yngstu systur mínar: Valgerður (Mrs. Miller), fædd 1882, og Mar- grét (Mrs. Gower), fædd 1887, báðar búsettar í Victoria, B. C. Fyrst eftir að við komum suður, vann faðir minn að liúsasmíði og öðru fleiru. En þegar leið á baustið, byrjar bann að vinna sem búðarmaður við stóra verzlun og stundar það verk öll þau ár, sem við vorum í Norður-Dakota. Þegar ég kom í heiminn, varð móðir mín svo veik, að bún gat hvorki haft mig á brjósti né hugsað um mig. Svo Anna föður- systir mín tók það verk að sér. Að þessu leyti gekk liún mér í móðurstað. Var því eðlilegt, að henni þætti vænt um mig og mér um hana. Það var ni'i komið á fimmta ár, sem ég bafði ekki séð önnu föðursystur mína, eða frá því er bún fór frá Gimli suður til Winnipeg. Var hún nú komin til Dakota, eins og við, og gift.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.