Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 56

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 56
44 ÚR ENDURMINNINGUM EIMREIÐIN Tíunda apríl, fám döguin eftir að ég var kominn lieim aftuU var Margrét systir mín fædd. Fjórtán dögum síðar leggjum við öll af stað áleiðis vestur. Vorum við börnin nú fimm að tölu. Anna og Sigurjón voru nú komin á skólagöngualdur. Var ]>a‘'1 ]iví laust eftir að við komum til Victoria, að þau voru komni 1 skóla. Var Anna mjög námfús og næm. Sigurjón var og næniur, en liætti oft til að slá slöku við. Önnu létu vel allar námsgreinar, en þó einkum saga og stærðfræði. Og bókstafareikningur, fra byrjun til enda, var henni einkar auðlærð námsgrein. Hún fékk livert lieiðursskjalið eftir annað, þegar liún var í skóla, fyrir fyrirmyndarhegðun. Þegar við fluttum á Tangann (Point Roberts), var Anna a átjánda ári .Þó bún færi með okkur, var hún hér aðeins litla stund, því liún átti vísa vinnu í Victoria; en þá var mikill vinnu- skortur í landinu — í öllum löndum. Kreppa þessi byrjaði árinu áður, rétt eftir lieimssýninguna miklu (World’s Colombian Ex- position), er haldin var í Cbicago 1893. Vegna þessarar krepp11 fluttum við á Tangann. Veturinn 1896—7 fær faðir minn tilkynningu um, að Anna liggi hættulega veik í sjúkraliúsinu. Leggur bann því tafarlaust af stað. Þar sem póstgöngur voru þá mjög strjálar hér og oft óvissar, bjóst pabbi við, að hann myndi ekki skrifa okkur fyrst um sinn. Voru nú um tvær vikur liðnar og engin fregn um líðan önnu komin. Vorum við öll kvíðafull og biðum með óþreyju- Svo dreymir mig eina nótt, að ég standi úti í náttmyrkrinu og borfi suður. Sé ég þá, að himinninn yfir Victoria-borg er loga- rauður og var að sjá alveg eins og í fvrri draumnum, að því einu undanteknu, að nú var bann miklu bjartari, þó vegalengdin vœU meiri. Þóttist ég þá viss um, að Anna lægi fyrir dauðanum. Að vörmu spori stend ég fyrir framan sjúkrabúsið. Dvrnar voru a miðri frambliðinni. Þó ég liefði oft og tíðum gengið fram lijá spítalanum, liafði ég aldrei komið þar inn, var því alveg ókunnugt um allt fyrirkomulag innan dyra. Virtist enginn vera á stjái. Ég opna dyrnar með varúð. Beint fram undan var breiður stigi- Þegar upp var komið, lágu göng til beggja handa. Þótt birtan væri fremur dauf í göngunum, sáust dyrnar vel á báðar liendur. Geng ég svo gætilega eftir göngunum, sem lágu til vinstri bandar, þar til ég kem að síðasta lierberginu á bægri liönd. Hurðin stóð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.